Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 173
161
urnar eru slitnar, því erfiðara er að ákveða aldur hcsts-
ins eptir þeim.
1 hestum eru þrennskonar tennur, þ. e. framtennur,
bitar og jaxlar. Hryssur hafa sjaldan bita, en ef svo
cr, þá eru þeir optast litlir. í hestum eru 12 fram-
tennur, 6 i hvorurn góm, 4 bitar, tveir í hvorum góm.
Þannig hefur hesturinn 40 tennur, en hryssan 36, af
því bitana vantar þar. — Þegar folaldið fæðist, bólar
á 4 framtönnum, 2 í hvorum góm; þegar folaldið er
tveggja mánaða, eru þær kornnar vel upp og þá bólar
á 4 næstu tönnum Þegar folaldið er orðið 9 mánaða
gamalt, tekur það 4 öptustu tennurnar. Auk framtann-
anna fæðist folaldið með 12 jöxlum, 5 í hvoruin góin.
Þegar það er missiris gamalt, tekur það 4 jaxla, þá eru
8 jaxlar á hvorri hlið, 4 í neðri og 4 í efri góm á
hvorri hlið, en í allt eru þá jaxlarnir 16. Þegar trypp-
ið er komið hátt á 3. ár, fellir það 4 folalds-framtenn-
urnar; þegar það ér nærri 4 ára, féllir það 4 næstu
tennur, en öptustu framtennurnar fellir það á 5. ári.
Á 4. ári taka folar bita í neðri góm, en á 5. ári í
hinn efri. — Sá liluti tannarinnar, sem sjest, er nefnd-
ur lcróna, sá hluti hennar, sem hulinn er kjöti eða tann-
holdinu, ncfnist liáls, og sá hluti, sem situr í beininu,
kallast rót. í krónu hinna 12 nýju framtanna er hola,
sem nefnd er krónuhola. Tönnin slit-nar svo með aldr-
inum að krónuholan hverfur. Hún er vanalega allt að
því slitin af 4 fremstu tönnunum, þegar hrossið er 6
ára. Þegar hrossið er 7 ára, hverfur holan. af 4 næstu
tönnunum, og af öptustu tönnunum hverfur holan, þegar
hrossið er 8 ára. Eins og áður er ávikið, þá er þetta
merki ekki ætíð áreiðanlcgt, því að liaglendi og fóður
hestsins hefur áhrif á tennurnar, og þar við bætist, að
tennurnar eru mismunandi frá náttúrunnar bendi, t. d.
Búnaöarrit XI. 11