Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 174
ítía
krónuliolan dýpri í cinu hrossi cn öðru. Þó ckki sje
krónuholan að fara eptir, má uokkuð sjá aldnr hests
á lögun tannanna. Tennur í ungum hestum eru miklu
breiðari en í gömlum hestum; tökum t. d. 6 vetra
gamlan fola og 15' vetra gamlan hest, sem báðir hafa
gcngið í sömu högum — ckki sendnum nje grýttum —;
það sjest íljótt, að tennurnar í folanum eru hjer um bil
helmingi breiðari en í eldra hestinum. Þetta stafar af
því, að tönnin fer simjókkandi frá bitfieti til rótarenda.
Öðru máli er að gegna hvað snertir þykkt tannarinnar,
hún eykst heldur eptir því sem tönnin slitnar. Það
stafar af því, að tennurnar eru lítið eitt þykkri um
miðjuna en til endanna, þó er það svo lítið, að þess
gætir varla, þó tönnin slitni talsvert. d’ennur í 5 vetra
gömlum fola eru holmingi breiðari en þær eru þykkar,
i 15 vetra gömlum hestum er breiddin jöfn þykktinni,
en eptir þann tíma verður þykktin meiri en breiddin,
og tennurnar fara þá að skaga meir og meir fram. —
Yms inerki, önnur en tennurnar, hafa verið notuð til
þess að sjá eptir aldur hesta, en öll þau, sem jeg þekki,
eru óáreiðanleg. Það er helzt útlitið, sem gotur leið-
boint manni, og bregzt það þó einatt, því illa meðfarn-
ir hestar sýnast eins og gamlir, þótt ungir sjeu.
Með góðri meðferð endast hestar í 30 ár, og dæmi
cru til þess, að þeir hafa orðið 50 og jafnvel 60 ára.
Með illri meðferð eru hestar aíiógaskepnur, þegar þeir
eru 16 vetra og jafnvel fyr.
II. íslenzkir liestar.
Þeir eru annálaðir af útlendingum fyrir lipurð og
þol, þykja líka harðir og þurftarlitlir. Á landnámstíð
voru hestar iiuttir hingað til lands, vafalaust ílostir frá