Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 177
165
seldi hvern hest á Lstr. 14—16 [252—288 kr.]. Hest-
arnir eiga að vera að minnsta kosti 6 vetra gamlir og
bringubreiðir. Ungir mjóslegnir folar seljast þar ckki“.
Þetta væri ólíkt skemmtilogri og ábatavænlegri sala
en sú, sem nú tíðkast, þar sem hestarnir cru seldir
fyrir svo afarlágt verð, og þegar út er komið, er lífið
kvalið úr þeim, að sagt er, í kolanámunum.
Leiga eptir hesta nú á dögum mun vera mjög mis-
munandi, en í gamla daga var hún hjer þannig:
Ársleiga eptir hest...................20 álnir
----— liryssu......................15 —
----— fola 2 vetra gamlan .10 —
----— hryssu 3 vetra gamla .10 —
Dagleiga, að brúka hest eða væna
hryssu þingmannaleið .... 1 alin.
III. Kynbætur og meðferð.
Þótt íslenzku hestarnir haíi yfir höfuð marga góða
kosti, þá geta þeir þó vafalaust tekið miklum framför-
um, ef eitthvað væri gjört til að bæta kynið með vali
og meðferð. Það, sem næst liggur að gjöra í þá átt,
er að vana öll hestfolöld, sem ekki eru af góðu kyni
í báðar ættir, því ineira ríður á, að kyniö sje gott, en
útlitið sje fagurt, og meira ríður á, að folar sjcu af
góðu kyni, scm á að nota til undaneldis, en hryssur.
Hestar og hryssur, sem ætluð eru til undaneldis eða
kynbóta, eiga að hafa öll einkenni góðra hesta, og má
optast sjá þau strax á folöldum.
Jeg tcl mjög vafasamt, að því verði komið við hjcr
á landi fyrst um sinn, að ala upp tvö kyn, eins og
Arabar, nfl. reiðhestakyn vakurt og áburðarhestakyn
klárgengt. Það er mjög óvíst, að slíkt borgi sig. Að
vísu eru beztu rciðhcstar optast fíngcrðari af náttúr-