Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 180
168
klippa þau raeð faxinu og jafnvel í nárum, ef þau eru
í hlýju húgi. Opt verður að kemba þeim og hafa gæt-
ur á, að ckki komi í þau óþrif.
Meðferð ddri hrossa ætti að vera sein bezt, þó þau
þoli betur misjafna meðfcrð en ungviði.
FíxJur hesta er mjög misjafnt, nokkrir gefa þeim
kraptgott fóður, svo sem töðu, töðugæft hey, kornmat
o. fl.; aðrir gefa þeim ljett fóður, svo sem seinslegið
hey, ljett mýrgresi, elting, fyrnung, móahey o. s. frv.
Hjá mörgum fá hest r ekki annað en úrgang frá öðr-
um skepnum, og í sumum sveitum lifa hrossin og deyja
á gaddinum, án þess að til sje skýli yfir þau og því síður
fóður í mestu harðiudum.
Þegar hestum er gefið Ijettingsfóður, þá cr nauð-
synlegt, að gefa þciui kjarngott fóður með, annars er
hætt við, að þeir verði þróttlitlir, þótt þeir sjeu í all-
góðum holdum, því sá hestur, sem er fóðraður á ljettu
fóðri, er margfalt þróttminni en hinn, sem er fóðraður
á kraptfóuri, þótt hann sje miklu holdminni en hinn.—
Saman við Ijettingsfóður er ágætt að blanda háartöðu;
ef það er t. d. gjört að sumrinu, þarf háin litinn þurk,
sje ljotta heyið, sem háin er sett saman við, vel þurt
oða fornt. Þannig hygg jeg að bezt sje farið mcð hána,
þetta kraptmikla og þurkvanda fóður. Ef hestum er
gefið stórgert hey, þá er betra að saxa það i sundur,
og er það hægast nieð þvi, að láta hcyið í stóran mcis
og skera það svo með löngum hníf eða ljá þvert og
cndilangt milli rimanna. í öðrum löndurn cr höfð vjel
til þess að saxa moð hálm og annað stórt hey. Þess
konar vjel, sem sker 100 pund á klukkutímanum, kost-
ar i Kaupmannahöfn með fiutningi 36 kr.
Margt er það, sem gcfa má hestuui annað en korn
og hey, svo sein allskonar þangtegundir, nýjar oða