Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 182
170
vatnið, svo hesturinn sötri vatnið gegnum heyið, en
svolgri ekki vatnið. Þá er og betra að láta hesta
drckka með boizlinu. Hesti, sem á að brúka, er ekki
ráðlegt að gefa að drekka strax sem hann er búinn að
jeta, þar sem það getur orsakað uppþembu og hrossa-
sótt, heldur skal ætíð brynna hestum áður en þeim er
geíið fóðrið.
Hesthús þurfa að vera björt, loptgóð og rúmgóð,
þó það eigi langt í land, að hjer á landi verði byggð
jafngóð hesthús og í öðrum löndum, eins og þeim er
lýst þar. Jeg álít samt rjett að setja hjer lýsingu eins
þeirra og er hún svo hljóðandi: Tvístætt hesthús, fyrir
16 hésta, er 20 ál. langt og 18—20 ál. breitt. 2 stall-
ar liggja eptir endilöngu húsinu og er hvor 18 þml. á
breidd. Fyrir hvern hest er bás, og er hver bás 3t/2
—4 ál. á lengd. Milli stallanna er autt bil, eptir endi-
löngu húsinu, 2 ál. breitt; það er gangur fyrir þann,
sem hirðir hestana, ber til þeirra fóður og vatn. Fyrir
aptan básana er opin renna 2 þml. djúp og 18 þml.
breið, sem ætlast er til að öll óhrcinindi falli í. Milli
rcnnunnar og veggsins er 4 ál. breiður gangur fyrir
hestana að ganga eptir, þegar þeir fara út og inn. Þess
má geta, að slík hesthús eru ætluð fyrir stærri hesta
en íslenzku hestarnir eru, enda má margt á milli vera
þessara hesthúsa og þeirra, sem almennt tíðkast hjer á
landi, þar sem hestar optast standa skorðaðir.
Hvert einstætt hesthús ætti að vera 5 ál. á breidd
að minnsta kosti, stallurinn 1 al. á breidd og 4 ál. frá
stalli til vcggjar, lengd hússins fer eptir bestafjölda;
hver fullorðinn hestur ætti helzt að hafa hjer um bil
2. ál. rúm á stalli, því hvert ferfætt dýr þarf að hafa
jafnbreitt gólfrúm og dýrið er á hæð, en ineðallagi stór
íslenzkur hestur mun vera á hæð rúmar 2 ál. Skilrúm