Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 185
173
Það ættu menn ávallt að hafa hugfast, að þeir oiga
að fullnægja þörfum hestsins, áður en þeir fullnægja sín-
uin 'eigin, svo framarlega sem maðurinn stendur ekki
ver að vígi en hosturinn. Sagt er að Arabar njóti
hvorki svefns nje matar, fyrr en þeir hafa sjeð fyrir
þörfum hesta sinna; ekki mundu þeir láta hesta sína
standa úti bundna heila og hálfa daga, þegar hestarnir
væru þreyttir og hungraðir, og ef þar við bættist ill-
viðri, en sjálíir sitja inni í hlýjum húsum við allskonar
góðgæti. Þetta á sjer þó einatt stað hjá oss, en það
er athugandi við þetta, að það kemur optar af athuga-
leysi en grimmd og kæruleysi. Af því þetta er svo
vanalcgt, þá sjá menn það ekki, hvað skepnurnar líða.
Það er skaðlegt að binda hest í köldu veðri, ef hann
er svcittur, það gjörir hestinn brjóstveikan. Sömuleiðis
or það skaðlegt að láta hann standa á hörðum grund-
velli, t. d. grjóti cða möl. Það gjörir hestinn fótaveik-
an. Þegar menn eru á ferð, æ.ttu þeir œtíð að koma
hestunum í hús cða á haga, á mcðan staðið er við.
Þá hesta, sem eru aldir inni, er nauðsynlegt að
kemba einu siuni eða tvisvar á dag. Það getur verið
gott að klippa hesta með faxi og í nárum, ef þoir eru
í heitum húsum, því að þá hættir þeirn við að blotna í
nárum af útslætti, og veldur það óþrifum.
Það er áríðandi að halda hostinum svo þurrum og
hreinnm, sem hægt er, því það er Ijótt og skaðlegt, að
hcstar sjeu óhreinir og blautir, on það er okki alltjend
þægilegt að hirða hesta vel í vanalegum hesthúsum,
þegar ekki er fyrir hendi nóg af þurru rusli eða veggja-
mold, að bera í hesthúsiu. 1 þau hosthús, sem eru
ilórlögð, er nauðsynlegt að bera rusl, og einkum ef hest-
arnir eru á skaíiajárnum. Bezt væri að hafa timburgólf
í hesthúsum. — Ekki er eins áríðandi að hýsa hésta,