Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 186
174
sein eru í góðuin holdum fyrra hluta vetrar meðan nóg-
ur cr hagi, eins og í kuldum og illviðrum á vorin, því
að þá þola allar skepnur verst kulda og illviðri. Þó
er ekki ráðlegt að hýsa hesta fram í græn grös, því
að þá taka þeir ekki sumarbata og megrast, þegar
haustar. Ætíð ættu menn samt að hýsa hesta að sumr-
inu í illviðrum og kuldum, ef þeir eru heitir og sveitt-
ir, annars geta þeir veikst og enda drepist, sem jeg
veit dæmí til. Nokkrir hafa þann sið að byrgja hesta
í rjett á nóttunni að sumrinu. Þá ættu rjettarveggirnir
að vera sem hæztir, svo skjóiið sje sém bezt. Skilrúm
þurfa að vera í rjettinni, ef rjettir eru ekki tvær, því
að meinlausir hestar mega ekki vera saman við illa
hesta í rjett. Jeg hof sjeð illa hesta leggja meinlausa
í einelti, svo þoir síðarnefndu hafa engan frið haft í
rjettinni.
IV. J á r n i n g.
Um járningu hesta hefur áður vorið skrifað í 8.
árg. rits þessa, og skal jeg því ekki fara mörgum orð-
um það; aðeins vil jeg benda á það, að ill járning er
skaðræði fyrir hvern hest og mikil þörf á að ménn taki
sjer fram í járningu. — Sá ósiður er víða, að of mikið
er tálgað af hófnuin og það jafnvel inn í blóð, en slíkt
má auðvitað ekki eiga sjor stað. Óskemnídur hófur er
rjett tálgaður, þegar hófröndin (hófveggurinn) er skorin
til jafns við sólann, er eigi má tálga annað af en laust
og sprungið horn og hæð hófsins í tána er helmingi
meiri en á hæl, frá slitfieti upp að hófhvarfi. Hóftung-
una sjálfa má alls ekki tálga, en skera má burtu snepla
þá, er við hana kunna að hanga.
Skcií'ur eru alinennt hafðar rnjög of litlar, of stutt-
aráhælana; veldur það opt mari í hófum. Sje skeifan