Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 189
177
að spretta afhestum, ef þcir bera sig illa, með reiðing eða
reiðveri, og gæta vandlega í dýnurnar.
YL Tamning.
Um tamningu besta hefur áður verið ritað í „Bún-
aðarritið11, en þó skulu hjer tekin fram ýms atriði, er
inikils þykir uin vcrt og er það þá:
1. Að ota ekki hrossi að nauðsynjalausu í torfæru,
þótt ekki sje hættuleg.
2. Að hleypa ekki tryppum á móti fljótara hrossi, nje
ríða þeim mcð hcylest.
3. Að hafa laust og lipurt taumhald, ekki of stríða
keðju og kverkól.
4. Að ganga ekki of hart að hesti á sprctti, stöðva
hann áður en hann hægir á sjer, en þó ekki snögglcga.
5. Að ríða ekki til vekurðar of sncmma.
6. Að sitja hestinn rjett, halla sjerlítíð eittfram á spretti
og upp bratta, en aptur, þegar riðið er niður bratta.
7. Að kcnna hrossuin að teymast, að hlaupa við hlið
manni. Skal sá, er teymir, ganga við vinstri hlið hests-
ins og taka mcð hægri hcndi um tauminn góða þver-
handarbreidd frá höku og fá svo hostinn til að hlaupa
við hlið sjer; sje hann tregur til þess, slær maður lítið
citt aptur fyrir síg með löngu, stinnu keyri, sem haldið
er á í vinstri hendi. Þegar hesturinn hefur lært þctta
til fulls, má fara að teyma hann á hestbaki.
YII Ýmislegc.
Pað getur opt komið sjer vel, að hestar skilji ýms
orð eða merki. Ef hesturinn t. d. vill ekki ganga eitt-
hvað, sem cr alfært, þá segir maðurinn „nú“, „áfram“
eða eitthvað því um líkt, en ávallt hið sama orð við
hvern hest; sparar þetta manni opt fyrirhöfn, svo sem
Búnaðarrit XI. 12