Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 191
179
þar í band, sem maður dregur í gegnum gatið á spýt-
unni og hnýtir þar við enda hennar; bil skal vera
milli spýtunnar og fótsins hjer um bil 6—10 þml. Þcg-
ar hesturinn gengur hægt, gjörir þetta hestinum ekkert,
en ef hann ætlar að hlaupa, stígur hann á spýtuna með
apturfótinn og dettur. Yenst hann þannig fljótt af að
hlaupa, þegar á að ná honum. Eins og gefur að skilja,
mcga hundar aldrei hlaupa í hestinn eða illir hestar
vera nálægt. honum, því það getur valdið slysi
Það getur verið nauðsynlegt, að hestar kunni að
stökkva hátt og langt, t. d. yfir skurði og læki cða
aðrar torfærur. Hið fyrra má kenna á þann hátt að
taka 2 torfur 1 al. á breidd, leggja þær flatar hvora
ofan á aðra þvert á veg hestsins, og stekkur hann þá
yflr þær. Þegar hann er orðinn vel leikinn í því, eru
torfurnar reistar lítið eitt upp,hvor við hliðina á annari, og
hesturinn svo látinn stökkva yfir þær. Smátt og smátt eru
torfurnar reistar meir og meir og hafðar aðrar breiðari
og því haldið áfram, þangað til hesturinn er orðinn
leikinn í því að stökkva hátt. Þogar kenna skal hcsti
að stökkva langt, eru torfurnar lagðar hver við hliðina
á annari og hesturinn látinn stökkva yfir þær; má svo
færa þær sundur cða fjölga þeim þangað til hesturinn
getur stokkið nægilega langt. Þetta er varasamt að
kenna hestum, sem sjerstaklega eru ætlaðir kvennfólki
til reiðar.
Þegar riðið or yfir vatnsfall, skal þoss gætt að hafa
keðjuna ókrækta eða að minnsta kosti laflausa. Halda
skal stöðugt við hestinn í vatni og beita honum heldur
í strauminn svo hann skelli á bóghnútu. Ef menn
búast við að syndi, er vissara að slá upp ístaðinu áður
en út í er lagt, því hesturinn getur fest fætur i þeim
á sundinu. Ef margt fólk ríður yfir vatnsfall, þá eiga
12*