Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 193
181
sem þeir eru lausir eða með böggum, þá reka þeir þá
vaualega. Það cr ólikt betra fyrir hestaua en að menn
teymi þá í lest, þar sem hver hesturinn togar í annan.
En ef menn eru neydilir til að teyma einliverra orsaka
vegna, þá ætti að smokka taumunum á klakk, og hafa
taumana svo langa, að hestarnir geti náð til jarðar
með munninn, þegar staðið er við, og einnig drukkið.
Að hnýta í töglin er seinlegt, Ijótt og vont fyrir hestana.
Þegar menn geta ekki sjálfir ráðið við skepnur,
svo sem ótemjur eða óþæga nautgripi, þá hnýta sumir
þcim aptan í hesta Þetta er ill meðferð á hestunum
og getur skemmt þá svo að þoir verði aldrci jafngóðir.
Ef monn vilja vita, hvort hryssa or moð fyli, þá
geta menn optast komizt að því, með því að láta hana
drekka kalt vatn og styðja hendinni noðan á kvið
hennar rjett fyrir framan júgrið; mun maður þá finna
hreyfingu fóstursins, og er það betri aðferð, en pikka
kvið hryssunnar með hnýttum hnefa. Aldrei ætti að
marka hross með yfirmarki, því slíkt er ákaflega Ijótt.
Hægast mun vera að verja reiðtygi skcmmdum
með því að bcra i alla sauma sterkt blásteinsvatn en
maka leðriö með grænsápu. Þess verður að gæta, að
áður en borið er á reiðtygi, á að þvo þau vand-
Icga, og bera strax á þau, þegar mesta vatnið er
þornað af þeim.
* * *
í ritgjörð þcssa hef jeg tínt saman það helzta, sem
jeg hugði að menn gætu haft gagn af. Sumt af því
er óprontað, annað í blöðum og bókum, sem sumar
cru ef til vill í í'árra höndum. Frágaugur hennar er
ekki eins góður og jeg vildi óska, meðfram af því, að
jcg afrjeð svo seint að koma hcnni á prent.
Aths. Þesa Bkal getið, að IV. og VI. kafli ritgjörðar þessarar
eru kjer miklu styttri, en í kandritinu, og kefur stytting þessi
verið gjörð með leyfi höfundarins.