Búnaðarrit - 01.01.1897, Qupperneq 198
186
er að vita og skilja. Geta skal þó þess, að stundum
kemur það fyrir, að skepnur — einkum hestar — fá
hitasótt allmikla, án þess þó að hægt sje að finna nokk-
uð það, er rekja megi hitasóttina til, en jafnan er
hún þá skammæ og hættulaus.
Orsölc hitasóttarinnar álíta menn þá, að inn í blóð
skepnunnar komist ýms eiturefni, er verki truiiandi á
þann hluta taugakerfisins, sem stýrir framleiðslu líkams-
hitans og jöfnu viðhaldi hans. Eiturefni þessi geta
verið ýmisleg, en optast munu þau stafa frá bakteríum
(Infedionsféber); þó koma þau eigi allsjaldan af um-
myndun ýmsra efna í líkamanum, eða þau eru utanað-
komandi og hafa alls ekki orðið til í líkamanum sjálf-
um (Intoxicationsfeher). Þannig fylgir hitasótt jafnan
stórum mörum og beinbrotum, þótt ekki komizt þar
bakteríur að, og valda henni þá efni þau, er myndast
í dauðabióðinu og lenda inn í blóðrásina, en aldrei eru
þess konar hitasóttir jafn ákafar eða hættulegar og hin-
ar, sem af völdum baktería eru.
Einkenni. Hitasóttin lýsir sjer á þann hátt, að lík-
amshitinn eykst, blóðrás og efnabreyting trufiast og auk
þcss kemur óregla á ýms sjerstök líifæri skepnunnar.
Aðaleinkenni hitasóttarinnar er aukning líkamshit-
ans, en til þess að mæla hann, þurfa menn að hafa
þar til gjörðan liitamæli (Maximumstliermometer); er
honum haldið inni í ondaþarmi skcpnunnar í 3—5 mín-
útur; síðan tekinn hægt út og lesið á hann. Gæta
verður þess, að kvikasilfrið sje vel hrist niður, áðuron
hann cr notaður. — Líkamshiti heilbrigðra dýra er
þannig:
Hcstsins c. 37,B°, nauta c. 38,5°
svínsins c. 39,0°, fjárins c. 39,5°
hundsins c. 38,5°, fugla c. 42,0°