Búnaðarrit - 01.01.1897, Síða 199
187
og er þetta allt á Celsius hitamæli. — Þó getur lík-
amshiti hinna einstöku dýra ínnan sömu tegundar verið
talsvcrt mismunandi og opt og tíðum er ekki hægt að
álíta skepnuna veika, þótt hitinn sje 1° hærri, en að
framan er getið. Auk þessa er líkamshitinn hjer um
bil J/2 0 hærri á kvöldin en morgnana og ögn hærri, ef
skepnan hofur hlaupið eða unnið rjett áður en hitinn
cr mældur. Það er því ekki hægt að segja neitt alveg
ákveðið um það, hvar hitasóttin byrji, en hjá nautum,
hundum og einkum hestum, er sjúkdómurinn álitinn al-
varlegur, þegar líkamshitinn er kominn upp í 40° eða
þar yfir. Komist líkamshiti spendýranna upp í 42°, er
þeim tæplega lífs von. Fuglar þola auðvitað það og
meira. — Opt byrjar hitasóttin með kölduflogum, eða
hita- og kölduflog skiptast á, og er það þá ýmist, að
skepnan skelfur eða svitnar ákaft. Sje þreifað um hana,
finnst opt, að einn hluti líkamans er heitari en annar.
Útlimir, eyru og horn eru optast köld að þreifa á.
Að blóðrásin truflist, sjest bezt á því, að hjartað
slær tíðar og opt eru æðaslögin (,,púlsinn“) mjög lin og
óregluleg.
í heilbrigðum hesti slær hjartað c. 40 sjög á mínútu.
------- nauti — --— c. 50 — --
-------kind —---------c. 70 — --
—------ svíni —---------c. 80 — -
-------hundi — ---c. 100 — --
Við hroyfingu og ýms önnur áhrif (t. d. hræðslu o. fl.)
gota æðaslögin orðið nokkuð tíðari, en það er að cins
um stundarsakir.
Á hestum er hægast að finna æðaslögin innanvert
á miðjum neðri kjálkanum; þar er allstór slagæð, sem
slær sjer kringum um kjálkaröndina og upp á andlitið,
og íinnst hún eins og mjór strengur undir húðinni. —