Búnaðarrit - 01.01.1897, Side 203
191
í hálsinum fyrir aptan barkann, svo að allt það,
scm skepnan rennir niður, verður að fara yfir opið inn
til barka og lungna, raddrifuna, áður en það keinst
inn í vælindið. Ef raddrifan lokaðist ekki í hvcrt
skipti, sem skepnan kingir, mundu ýmsir hlutar fæð-
unnar, einkum hinir þynnstu, lenda niður í lungum.
Að lokun raddrifunnar starfa ýmsir vöðvar og þá eink-
um þeir, sem liggja milli barkakýlis og tungubeins;
gjöra þeir það að verkum, þegar kingt er, að barka-
kýlið snýst, svo að raddrifan snýr meira aptur en ann-
ars, og að efri hluti tungunnar færist upp og aptur á
við og ýtir á barkablöökuna, svo að hún leggst yfir
raddrifuna. Vöðvar þessir geta ekki unnið þenna starfa
sinn, þegar höfuð og háls skepnunnar er teygður mjög
upp á við, af því að þá verða þeir ofurliði bornir af
öðrum vöðvuin, enda er þá eigi unnt að kingja. Um
þetta gctur hvcr og einn sannfært sjálfan sig með því,
að leggja höfuðið aptur á bak og reyna svo að kingja.
Hjá doðaveikum kúm eru vöðvar þessir opt máttlausir,
en hjá stjarfasjúklingum eru allir vöðvar stífir og 'því
nær óhreyfaniegir, og því er þessum skepnum svo hætt
við að „svelgjast á“, þegar hcllt er ofan í þær. E>að
er eðlilegt og auðskilið, að hægt er að bera vöðva þessa
ofurliði og trufla verkun þeirra með því, að teygja
tunguna út úr munníuum. — Eðlileg afleiðing af því,
að skepnan verður að halda raddrifunni lokaðrí meðan
hún kingir, er það, að hún getur ckki andað og kingt
undir oins. Neyðist hún til að anda, meðau kokið er
fullt af eínhverjum vökva, er það óhjákvæmilegt, að
meira eða minna sogist niður í barka og lungu.
Það, sem menn einkum þurfa að gæta, þegar hellt
er lyfjum eða öðru í skepnur, er í stuttu máli þetta:
1. Að teygja ekki höfuð skepnunnar meira upp eða