Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 209
197
Höfnum og Miðnesi, en innan Skaga var veturinn ein-
hver liinn aílaminnsti, er menn muna. í Vestmanna-
eyjnm var vor- og sumarafli lítill og rýr. Um haustið
var algert fiskileysi á Faxaflóa og almenn bágindi
manna á meðal í Gullbringusýslu. Var það kennt botn-
verpingum, er sópuðu miðin um langan tíma og þótti
yfirgangur þeirra úr hófi keyra, einkum þar sem samning-
ar voru gjörðir af landshöfðingja um sumarið fyrir hönd
stjórnarinnar við enskan flotaforingja Atkinson, er kom
hjer við land, þess efnis, að rýmkað var í ýmsu um
frjálsar fcrðir botnverpinga, gegn því, að þeir stunduðu
eigi fiskiveiðar á nokkrum hluta Faxaflóa fyrir innan
línu dregna frá ílunýpu hjá Keflavík í Þormóðsskcr.
En botnvcrpingar skeyttu lítt þcssum samningum.— Hval-
vciðar á Vesturlandi heppnuðust miður fyrst framan af
vorinu, en í betra lagi úr því. Norðmenn fengu lóð
leigða á Austurlandi (Mjóafirði) til að stunda hvalvoið-
ar þar. — Iíákarlaafli á Eyjafirði var að meðaltali
heldur rýr þetta ár. — Hvalrekar urðu eigi allfáir. í
Sandvík norðan við Reykjanes rak 2 hvali; hafði hval-
veiðabátur skorið þá af sjer í Reykjanesröst í ofsaveðri
daginn áður; þrítugan hval rak á Asbúðum á Skaga
og annan í Siglunesi; hval rak og á land á Bjarnar-
nesskaga í Hornafirði; 2 hvali rak á Ströndum, í Látra-
vík og í liefavík á bak við Látur; hvalur náðist og í
ísvök á Reykjarfirði og annar á hafi úti, er var róinn
inn til ísafjarðar. Enn er þess að geta, að þrítugan
royðarfisk rak á Hnappavallafjöru í Austur-Skaptafells-
sýslu. — Fuglaafli við Drangey var mjög rýr þetta ár.
í Vcstmannaeyjum var fýlungatekja lítil sökum sífelldra
storma og rigninga.
Verzlun var ekki eins hagstæð fyrir landsmenn