Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 210
198
og árið uæst á undan. Framan af árinu voru verzlun-
arhorfur slæmar. Búizt var við lágu vcrði á ull, ]iví
að tollur á þeirri vöru var hækkaður í Ameríku; fiskur
var og í lágu verðí fyrst framan af, en er á leið komst
bæði fiskur og ull í sæmilogt verð. Útlend vara^ var
seld með vægu verði. — III tíðindi bárust hingað til
lands, að samþykkt væru á Englandi lög um bann gegn
innfiutningi á lifandi fje, en eigi komu ]>au lög í gildi
fyr en næsta ár eptir. Var um haustið ílutt allmikið
af sauðfje til Englands eins og að undanförnu, cn scld-
ist ekki vel. Norður-Þingeyingar fengu fyrir fje sitt
15 kr. 90 a., Suður-Þingeyingar 14 kr. 21 eyr. og Ey-
firðingar 11 kr. 70 a. fyrir sauðinn að kostnaði frá-
dregnum.
Búnaðarstyrkur. Búnaðarfjelög 99 að tölu hlutu
styrk úr landssjóði og fór hann eptir dagsverkatölu.
Mest hafði vorið unnið í Jarðræktarfjelagi Reykjavíkur,
en þó 200 dagsverkum minna, en árið áður (1833 dags-
verk; styrkur 498 kr.). í þessum húnaðarfjelögum höfðu
verið unnin yfir 1000 dagsverlc : Grímsneshrepps (1748),
Vestur-Landeyinga (1549), Mosfells- og Kjalarneshrepps
(1351),. Merkurbæja (1249). Af búnaðarfjelögum þeim,
cr hlutu styrkinn, eru 34 á Suðurlandi, 28 á Vestur-
landi, 35 á Norðurlandi og 4 á Austurlandi.
Ileiðursg'jalir. Bændurnir Ðaníel Jönsson á Eiði
í Þingeyjarsýslu og Jön Magnússon á Snæfoksstöðum í
Árnessýslu fengu heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns
konungs IX. — 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi
dugnað og framkvæmdir í jarðabótum.
Brýr og vegir. Með frjálsuin fjárframlögum og
styrk úr sýslusjóði voru brúaðar þessar 3 ár í Eyjafjarð-
arsýslu: Djúpadalsá, Svarfaðardalsá og Skíðadalsá.