Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 211
199
Einnig var undirbúin mikil og vönduð brú yfir Blöndu
með styrk úr landssjóði. Landssjóður kostaði eins og
að undanförnu vandaðar vegagjörðir í Flóanum frá Ölfus-
árbrú og austur í Hraungerðishverfi, á Mosfellsheiðar-
veginum, í Múlasýslum og kringum Œlsfjörð.
Xytsemdarfyrirtæki. íshúsum fjölgaði mjög þetta
ár. Eru nú ishús nær á hverjum íirði á Austurlandi;
3 á Seyðisfirði. Þrjú íshús voru byggð út með Eyja-
firði að vestan til bcitugeymslu, eitt á Húsavík og eitt á
ísafirði. — Sýslunefnd Eyfirðinga afrjeði að taka lán
til að koma upp tóvinnuvjelum á Oddeyri.
Taðvjelar voru viða notaðar þetta ár. Er það nýtt
jarðyrkjutól, sem Gísli bóndi Sigmundarson á Ljótsstöð-
um í Skagafirði er frumhöfundur að. Þóttu þær víða
bæta töluvert rækt í túnum.
Atvimiumál í löggjiif og landsstjórn. Af lögum
þcim, er náðu staðfesting konung, snerta þessi einkum
atvinnumál: lög um samþykktir til hindrunar skemmd-
um af vatnaágangi (6. marz), um hvalleifar (s. d.), um
viðauka við lög 9. jan. 1880 um breyting á tilskipun
um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872 (rjett til að
leggja aukaútsvör á kaupfjélög og pöntunarfjelög) s. d.,
um broyting á lögum um útflutningsgjald (af heilagfiski
100 pd. 5 a. og kolum 100 pd. 3 a.) s. d.
Tveir sjóðir hlutu konunglega staðfesting á skipu-
lagsskrá sinni þetta ár, styrktarsjóður iðnaðarmanna í
Reykjavík og styrktarsjóður ekkna og sjódrukknaðra
manna í Grýtubakkahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu.
Enn skal þess getið, að fje það, að upphæð 20,000
kr., sem skrifari í Kaupmannahöfn 0. V. E. Lotz á-
nafnaði mcð arfleiðsluskrá 4. nóv. 1889 fjórurn styrktar-