Búnaðarrit - 01.01.1897, Page 212
200
sjóðurn á íslandi, var greitt i aðalfjehirzluna til útborg-
unar þossum sjóðum, 5000 kr. hverjuin:
1. íiskimannasjóði Kjalarnessþinga,
2. styrktarsjóði fyrir ekkjur og börn sjódrukknaðra
manna á Ísaíirði,
3. styrktarsjóði handa ekkjum sjódrukknaðra manna og
börnum þoirra í Fljótum og á Sigluíirði,
4. styrktarsjóði handa ekkjum sjódrukknaðra manna í
Grýtubakkahreppi.
Búnaðarskólar. Sú breyting varð á búnaðarskól-
anum á Hólum, að skólastjóri Hermann Jónasson sagði
af sjer forstöðu skólans, er hann hafði haft á hendi í
7 síðastliðin ár, en búfræðingur Jósep Björnsson varð
aptur forstöðumaður skólans.
Frá Eiðaskóla útskrifuðust 3 piltar, frá Hvann-
eyrarskóla 4, frá Ólafsdalsskóla 5.*
Dýralæknir. 27. nóvember þ. á. var cand. vetcr.
Magnús Einarsson skipaöur dýralæknir í Suður- og
Yesturamtinu frá 1. nóv. s. á.
I*. Feilberg, þjóðkunnur danskur búfræðingur og
ágætur íslandsvinur, ferðaðist hjcr um land að tilhlutun
Landbúnaðarfjelagsins danska. Dvaldi hann nokkurn
tima við alla búnaðarskóla landsins. Hafði hann áður
fcrðast hjcr um land fyrir 20 árum. Átti hann nú að
k.ynna sjcr fyrirkomuiag skólanna og brcytingar þær,
sem orðið hefðu á búnaðarhögum vorum síðustu árin.
Gazt honum yfirleitt vel að allri stjórn og framkvæmd-
um skólanna og kvað þá á góðum framfaravegi. Taldi
hann með tímanum nauðsynlcgan hjer á iandi einn yfir-
*) Frá Hókskóla var engin skýrsla komin til Yíkur í sept. ’97,
cr yiirlit þetta var samiö,