Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 18
HVAÐ BREYT IST Í SKÓLUM ÞEGAR S JÁ LFSMAT ER GERT?
18
það hvernig fylgst væri með því hvaða markmið næðust, einkanlega í framhaldsskól-
unum (C og D). Sérstaklega er athyglisvert að í báðum framhaldsskólunum er fólk
ákveðnast í gagnaöfluninni árið 2004 í því að mat á markmiðum sé gott tækifæri til
að læra eitthvað nýtt. Það virðist því sem viðhorf til mats á skólastarfinu hafi orðið
jákvæðara eftir því sem lengur og meira var unnið við það.
Tafla 3. Skipulagning skólastarfsins
Spurning Skóli A Skóli B Skóli C Skóli D Allir
a) Skipulagning skólastarfsins: Markmiðasetning
Reglul. rætt um markmið a)<c) a)b)<c)
Markmið leiðarljós í starfi + + + + +
Samræður um markmið b)>c) a)<c) a)b)<c)
Markmið starfsleiðbeiningar + +
Skólanámskrá við ákvarðanir a)>c) + + a)<c) +
Allur kvarðinn b)<c)
b) Skipulagning skólastarfsins: Hvaðan markmið skólans koma
væntingar foreldra hafa áhrif a)b)<c) b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
Sk.námskrá og rannsóknir a)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
Sk.námskrá, gögn um árangur a)<b)c) a)b)<c) a)b)zc) a)b)<c) a)b)<c)
Allur kvarðinn a)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
c) Skipulagning skólastarfsins: Hvernig fylgst er með hvaða markmið nást
Starfsaðf. til að fylgjast með a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
Framfarir nemenda viðmið + b)<c) a)<c) a)<c) a)b)<c)
Mat á markm. gott tækifæri + + a)<b)c) a)<b)c) a)<b)c)
Allur kvarðinn a)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c) a)b)<c)
a) gagnaöflun 2000, b) gagnaöflun 2002, c) gagnaöflun 2004
+ svör við spurningu voru frá upphafi yfir meðallagi
< marktækur munur frá fyrri gagnaöflun
í töflu 4 eru niðurstöður afar greinilegar. Þar eru kennarar og skólastjórnendur spurðir
hvort þeir telji sig fá hvatningu innan skólans til að bæta sig í starfi. athyglisvert er
að þarna kemur mismunur milli ára fram í flestum spurningum og eykst frá einni
gagnaöflun til annarrar. Kennarar virðast því telja sig fá meiri hvatningu til að bæta
sig í starfi með ári hverju eftir að sjálfsmatið hófst. Undantekning er skóli a, en þar
er marktækur munur milli ára á fjórum spurningum af 18. í skóla C er marktækur
munur á átta spurningum af 18, en munurinn milli ára náði þó ekki marktækni í þeim
skóla. Þessari spurningu svara einnig skólastjórnendur, en þeir eru aðeins 23 af 138
sem svara í síðustu umferðinni svo að ólíklegt er að þeir hafi haft úrslitaáhrif á niður-
stöður.