Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 25
2
KriStJÁn KriStJÁnSSon
Lífsleikni og tilfinningagreind
Ein nýjasta tískubylgjan í siðfræði og lífsleiknikennslu á alþjóðlegum menntavettvangi er
kennd við „félagsþroska og tilfinninganám“ og á rætur í hugmyndinni um „tilfinninga
greind“ sem Daniel Goleman hefur gert fræga . Í nýlegri handbók um lífsleikni fyrir foreldra
og kennara á Íslandi, sem er kveikjan að eftirfarandi ritgerð, ræður þessi hugmynd ríkjum .
Aristóteles er venjulega talinn andlegur lærifaðir kenningarinnar um tilfinningagreind og
þýðingu hennar . Vissulega er margt skylt með kenningu Aristótelesar um tilfinningaþroska og
tilfinningadygðir og nútíma hugmyndum um félagsþroska og tilfinninganám . Í ritgerðinni
eru hins vegar reifaðar ýmsar efasemdir um að þessi skyldleiki risti eins djúpt og oft er ætlað .
Frá aristótelískum sjónarhóli skortir hugmyndir Golemans og höfunda íslensku handbókarinn
ar siðferðilega dýpt . Þegar þar við bætast margháttuð aðferða og kennslufræðileg vandamál
sem tengjast innleiðingu tilfinningagreindar í skólastofunni er spurning hvort ekki væri nær
að halla sér fremur að Aristótelesi sjálfum en Goleman .
innGanGUr
Þetta er hin þriðja og síðasta í flokki ritgerða minna um námsgreinina lífsleikni, sem
innleidd var í íslenska skólakerfið frá leikskóla til framhaldsskóla með aðalnámskrán-
um frá 1999, og birst hafa í þessu tímariti. í fyrstu ritgerðinni (Kristján Kristjánsson,
2001) reyndi ég að setja efnisleg og aðferðafræðileg grunnþemu lífsleikninámskránna
í alþjóðlegt samhengi og flokka þau eftir tveimur aðgreinandi þáttum: alþjóðahyggju
andspænis afstæðishyggju og inntakshyggju andspænis formhyggju. Niðurstaða mín var
sú að gildi lífsleikninnar væru alþjóðleg (sammannleg grunngildi) og aðferðafræði-
lega áherslan greinilega á inntak (fjölhyggju um aðferðir og mat) fremur en tiltekið
afmarkað form. Lífsleiknin íslenska telst því miða að „beinaberri“ (e. non-expansive)
lífsgildafræðslu samkvæmt flokkunarkerfinu sem notað var. Þá reyndi ég að halda
uppi vörnum fyrir fræðslu af þessu tagi með því að svara helstu andmælum sem
beinst hafa gegn „skapgerðarmótun“ (e. character education) en það er þekktasta og
jafnframt umdeildasta afbrigði beinaberrar lífsleikni. í annarri ritgerðinni (Kristján
Kristjánsson, 2003) bar ég síðan beinabera lífsleikni saman við eina tegund „holdtek-
innar“ (e. expansive) lífsleikni (efnisleg afstæðishyggja í bland við aðferðafræðilega
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006