Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 70

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 70
70 fékk gildið „1“ ef svarendur sögðust hafa flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag á síðastliðn- um 12 mánuðum en gildið „0“ ef svo var ekki. Tíðni búferlaflutninga í skólahverfunum var mæld með því að finna hlutfallslegan fjölda svarenda í hverjum skóla sem sagðist hafa flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag á síðastliðnum 12 mánuðum. Tvær breytur voru notaðar til þess að mæla félags- og efnahagsstöðu foreldra. Mennt­un forel­dra var mæld með tvíkosta breytu sem fékk gildið „1“ ef svarendur sögðust eiga að minnsta kosti eitt háskólamenntað foreldri en gildið „0“ ef hvorugt foreldra þeirra hafði háskólapróf. Menntunarstig foreldra í skólahverfinu var mælt með hlutfallslegum fjölda unglinga í skólahverfi sem áttu að minnsta kosti eitt há- skólamenntað foreldri. At­vinnul­eysi forel­dra var mælt með tvíkosta breytu sem fær gild- ið „1“ ef svarendur sögðu að báðir foreldrar þeirra væru atvinnulausir eða hefðu verið atvinnulausir fyrr á árinu en gildið „0“ ef svo var ekki. Umfang atvinnuleysis meðal foreldra í skólahverfunum var mælt með því að reikna hlutfallslegan fjölda nemenda í hverjum skóla sem sögðu að báðir foreldrar þeirra væru atvinnulausir eða hefðu verið atvinnulausir fyrr á árinu. Fé­l­ag­sl­eg­t­ t­eng­sl­anet­. Félagslegt tengslanet meðal foreldra og unglinga var mælt með vísi (index) sem gerður var með því að reikna meðalgildi fyrir svör nemenda á tveimur Likert-kvörðum. Svarendur tóku afstöðu til tveggja spurninga, „Foreldrar þekkja vini mína“ og „Foreldrar þekkja foreldra vina minna.“ Pearson-fylgni milli spurninganna er 0,51 (Spearman-fylgni = 0,52). Svargildi spurninganna voru á bilinu 1 (á mjög illa við um mig) til 4 (á mjög vel við um mig). Svörum við spurningunum tveimur var breytt í z-stig áður en meðalgildi hvers svaranda var reiknað. Félagslegt tengslanet í skólahverfinu var mælt með því að reikna meðalgildi svarenda í hverjum skóla á vísin- um (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2005; Þórólfur Þórlindsson o.fl., í prentun). Afbrot­aheg­ðun. afbrotahegðun var mæld með vísi þar sem meðalgildi svara við fimm spurningum var reiknað, „Hve oft hefurðu gert eftirfarandi sl. 12 mánuði?“: a) „Stolið einhverju sem var meira virði en 5000 kr.“, b) „Beitt ofbeldi til að ræna“, c) „Brotist inn í byggingar eða bíla til að stela einhverju“, d) „Skemmt eða eyðilagt hluti sem ekki tilheyrðu þér“, e) „annað afbrot, hvað?“ (hálfopin spurning). Svarmöguleik- ar voru á bilinu 1 (aldrei) til 7 (18 sinnum eða oftar). Svörum við spurningunum fimm var breytt í z-stig áður en meðalgildi svarenda voru reiknuð. alfa áreiðanleiki vísisins er 0,82. Umfang afbrotahegðunar í skólahverfum var mælt með því að reikna meðal- gildi skóla á þessum vísi. Fíkniefnaneysl­a var mæld með meðalgildi svara við tveimur spurningum um neyslu á ólöglegum fíkniefnum, „Hve oft hefurðu notað hass?“ og „Hve oft hefur þú notað amfetamín?“ Pearson-fylgni milli spurninganna er 0,59 (Spearman-fylgni = 0,52). Svar- möguleikar voru á bilinu 1 (aldrei) til 7 (18 sinnum eða oftar). Svörum við spurning- unum tveimur var breytt í z-stig áður en meðalgildi svaranda var reiknað. Umfang fíkniefnaneyslu í skólahverfi var mælt með meðalgildi hvers skóla á vísinum. Tölfr­æðileg­ g­r­eining­ auk hefðbundinna fylgnireikninga var fjölstigagreiningu (Bryk og Raudenbush, 1992) beitt til þess að skoða hvort félagsgerðareinkenni skólahverfa hefðu tölfræðileg tengsl ÞAÐ ÞARF ÞoRP …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.