Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 70
70
fékk gildið „1“ ef svarendur sögðust hafa flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag á síðastliðn-
um 12 mánuðum en gildið „0“ ef svo var ekki. Tíðni búferlaflutninga í skólahverfunum
var mæld með því að finna hlutfallslegan fjölda svarenda í hverjum skóla sem sagðist
hafa flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag á síðastliðnum 12 mánuðum.
Tvær breytur voru notaðar til þess að mæla félags- og efnahagsstöðu foreldra.
Menntun foreldra var mæld með tvíkosta breytu sem fékk gildið „1“ ef svarendur
sögðust eiga að minnsta kosti eitt háskólamenntað foreldri en gildið „0“ ef hvorugt
foreldra þeirra hafði háskólapróf. Menntunarstig foreldra í skólahverfinu var mælt
með hlutfallslegum fjölda unglinga í skólahverfi sem áttu að minnsta kosti eitt há-
skólamenntað foreldri. Atvinnuleysi foreldra var mælt með tvíkosta breytu sem fær gild-
ið „1“ ef svarendur sögðu að báðir foreldrar þeirra væru atvinnulausir eða hefðu verið
atvinnulausir fyrr á árinu en gildið „0“ ef svo var ekki. Umfang atvinnuleysis meðal
foreldra í skólahverfunum var mælt með því að reikna hlutfallslegan fjölda nemenda í
hverjum skóla sem sögðu að báðir foreldrar þeirra væru atvinnulausir eða hefðu verið
atvinnulausir fyrr á árinu.
Félagslegt tengslanet. Félagslegt tengslanet meðal foreldra og unglinga var mælt með
vísi (index) sem gerður var með því að reikna meðalgildi fyrir svör nemenda á tveimur
Likert-kvörðum. Svarendur tóku afstöðu til tveggja spurninga, „Foreldrar þekkja vini
mína“ og „Foreldrar þekkja foreldra vina minna.“ Pearson-fylgni milli spurninganna
er 0,51 (Spearman-fylgni = 0,52). Svargildi spurninganna voru á bilinu 1 (á mjög illa
við um mig) til 4 (á mjög vel við um mig). Svörum við spurningunum tveimur var
breytt í z-stig áður en meðalgildi hvers svaranda var reiknað. Félagslegt tengslanet í
skólahverfinu var mælt með því að reikna meðalgildi svarenda í hverjum skóla á vísin-
um (Þóroddur Bjarnason o.fl., 2005; Þórólfur Þórlindsson o.fl., í prentun).
Afbrotahegðun. afbrotahegðun var mæld með vísi þar sem meðalgildi svara við
fimm spurningum var reiknað, „Hve oft hefurðu gert eftirfarandi sl. 12 mánuði?“:
a) „Stolið einhverju sem var meira virði en 5000 kr.“, b) „Beitt ofbeldi til að ræna“, c)
„Brotist inn í byggingar eða bíla til að stela einhverju“, d) „Skemmt eða eyðilagt hluti
sem ekki tilheyrðu þér“, e) „annað afbrot, hvað?“ (hálfopin spurning). Svarmöguleik-
ar voru á bilinu 1 (aldrei) til 7 (18 sinnum eða oftar). Svörum við spurningunum fimm
var breytt í z-stig áður en meðalgildi svarenda voru reiknuð. alfa áreiðanleiki vísisins
er 0,82. Umfang afbrotahegðunar í skólahverfum var mælt með því að reikna meðal-
gildi skóla á þessum vísi.
Fíkniefnaneysla var mæld með meðalgildi svara við tveimur spurningum um neyslu
á ólöglegum fíkniefnum, „Hve oft hefurðu notað hass?“ og „Hve oft hefur þú notað
amfetamín?“ Pearson-fylgni milli spurninganna er 0,59 (Spearman-fylgni = 0,52). Svar-
möguleikar voru á bilinu 1 (aldrei) til 7 (18 sinnum eða oftar). Svörum við spurning-
unum tveimur var breytt í z-stig áður en meðalgildi svaranda var reiknað. Umfang
fíkniefnaneyslu í skólahverfi var mælt með meðalgildi hvers skóla á vísinum.
Tölfræðileg greining
auk hefðbundinna fylgnireikninga var fjölstigagreiningu (Bryk og Raudenbush, 1992)
beitt til þess að skoða hvort félagsgerðareinkenni skólahverfa hefðu tölfræðileg tengsl
ÞAÐ ÞARF ÞoRP …