Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 72
72
Fylgnisambönd á grenndarstiginu
í töflu 2 getur að líta fylgnisambönd allra grenndarmælinga. Sérstaka athygli vekur
fylgni félagsgerðareinkenna við frávikshegðun. í fyrsta lagi kemur fram neikvæð
fylgni á milli fjölskyldustöðugleika skólahverfa og umfangs frávika, það er í skóla-
hverfum þar sem hlutfallslega margir unglingar búa hjá báðum foreldrum sínum er
afbrotahegðun og fíkniefnaneysla að jafnaði mun minni (r = –0,46 og –0,55). Þessi
niðurstaða er í samræmi við væntingar okkar og staðfestir niðurstöður erlendra rann-
sókna á þessu sviði (Sampson og Groves, 1989; Sampson, Raudenbush og Earls, 1997).
Ennfremur styður þessi niðurstaða kenningar um félagsauð og félagslega óreiðu sem
gera ráð fyrir því að fjölskyldustöðugleiki fari saman með félagslegu taumhaldi á börn-
um og unglingum í grenndarsamfélaginu (Sampson og Groves, 1989).2
í öðru lagi hafa búferlaflutningar jákvæða fylgni við umfang frávikshegðunar, það
er afbrotahegðun og fíkniefnaneysla er meiri eftir því sem stærra hlutfall unglinga
hefur flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag undanfarið ár (r = 0,41 og 0,32). Þessi niður-
staða kemur heim og saman við nýlega greiningu á þessum sömu gögnum sem leiddi
í ljós jákvæð tengsl á milli búferlaflutninga og umfangs ofbeldishegðunar meðal ung-
lingspilta (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, 2005). Ætla má að í grennd-
arsamfélögum sem einkennast af miklum búferlaflutningum séu félagsnet gisnari,
það er unglingar þekki síður jafnaldra sína í skólanum, foreldrar þekki síður aðra
foreldra og íbúar þekki síður nágranna sína. afleiðingin er minni samstaða meðal
foreldra og nágranna um félagslegt taumhald og veikara grenndareftirlit (t.d. að fólk
skiptir sér síður af því hvað er að gerast úti á götu eða í næsta húsi; sjá Sampson
o.fl., 1997). Túlkun okkar til stuðnings kemur fram marktæk, neikvæð fylgni á milli
þess hve þétt félagsleg tengslanet eru við umfang afbrotahegðunar og fíkniefnaneyslu
(r = –0,36 og –0,51).
í þriðja lagi kemur fram fylgni á milli atvinnuleysis foreldra og frávikshegðunar;
eftir því sem hlutfallslegur fjöldi atvinnulausra foreldra eykst, þeim mun meira er um-
fang afbrotahegðunar og fíkniefnaneyslu að jafnaði (r = 0,38 og 0,36).
Ekki kemur fram marktæk fylgni á milli hlutfalls háskólamenntaðra foreldra og
umfangs afbrotahegðunar. óvænt jákvætt samband kemur aftur á móti fram á milli há-
skólamenntunar foreldra og umfangs fíkniefnaneyslu (r = 0,25). Eins og fram kemur
hér á eftir virðist þó vera um sýndarsamband (e. spurious relationship) að ræða.
2 Reyndar mætti búast við því, þar sem fjölskyldustöðugleiki ætti að hafa fylgni við efnahagslega
stöðu foreldra, að þetta samband endurspegli í raun áhrif bágs efnahags foreldra á frávik. Fjöl-
breytugreining gagnanna styður þó ekki þá túlkun (ekki sýnt í töflu). Ekkert samband kemur fram
í gögnum okkar á milli stéttarstöðu foreldra (þ.e. meðalstéttarstöðu foreldra í skólahverfinu) og
umfangs frávikshegðunar, og breytist samband fjölskyldustöðugleika og frávika því ekkert við það
að stjórna fyrir stéttarstöðu og háskólamenntun foreldra í skólahverfinu. í þessu sambandi ber þó
að hafa það hugfast að í gögnum okkar eru engar beinar mælingar á efnahagslegri stöðu foreldra
eða fátækt á heimili.
ÞAÐ ÞARF ÞoRP …