Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 80
80 Niðurstöður okkar styðja þá skoðun að félagsgerð grenndarsamfélagsins hafi áhrif sem breiðast um allt grenndarsamfélagið. Þess vegna er ekki unnt að nema þessi áhrif með því að skoða einvörðungu tölfræðileg tengsl á milli persónulegra aðstæðna ein- staklinga og frávikshegðunar þeirra. Þannig var aðeins unnt að rekja lítinn hluta af sambandinu á milli félagsgerðareinkenna skólahverfa og tíðni frávikshegðunar til sambands félagsgerðar og frávikshegðunar á einstaklingsstiginu í nær öllum þeim til- vikum sem könnuð voru hér að framan. Niðurstöður af þessu tagi sýna hve mikilvægt það er að mæla félagsgerð grenndarsamfélagsins sérstaklega, en einblína ekki einvörð- ungu á einstaklingsbundnar aðstæður ungmenna. Eins og greining okkar sýnir felst hættan í vanmati á þeim áhrifum sem félagsleg öfl kunna að hafa á frávikshegðun og annað atferli. Hafa ber í huga að framangreindar niðurstöður segja ekkert um samband hvers félagsgerðareinkennis við frávikshegðun að teknu tilliti til annarra félagsgerðarein- kenna. Sú fylgni sem fram kemur á milli félagsgerðareinkenna bendir þó til þess að áorkan þeirra á frávikshegðun skarist að einhverju leyti. Tvær ástæður eru fyrir því að fjölbreytuáhrif (e. multivariate effects) voru ekki til umfjöllunar í þessari ritgerð. í fyrsta lagi var það markmið okkar að einfalda framsetningu niðurstaðna eins og kost- ur var. í öðru lagi krefst beiting fjölbreytugreiningar ítarlegrar kenningarlegrar um- fjöllunar um samspil téðra félagslegra afla (Berry, 1993; Hanushek og Jackson, 1977). Til að mynda þyrfti greiningin að taka mið af því að félagsleg tengslanet ættu að miðla (e. mediate) áhrifum félagsgerðaróstöðugleika á frávikshegðun, samkvæmt framan- greindum kenningum (Coleman, 1988). Fjölbreytugreining krefst ennfremur ítarlegri umræðu um það hversu almenn hugtök æskilegast væri að mæla með gögnum okkar. Til að mynda gefur fylgnin sem fram kemur á milli fjölskyldustöðugleika og búferla- flutninga (r = –0,48) til kynna að þessar tvær breytur væri unnt að sameina í eina mælingu á óstöðugleika í félagsgerð grenndarsamfélagsins. Ákvarðanir af þessu tagi verða að taka mið af kenningarlegri uppbyggingu ekki síður en tölfræðilegu mynstri gagna. Næstu skref í rannsókn okkar verða þau að dýpka kenningarlega uppbygg- ingu, notkun fjölbreytugreiningar og hugsanlega smíði mælinga sem ná til almennari hugtaka en þeirra sem mæld voru í greiningu okkar hér að framan.6 Niðurstöður okkar styðja þá klassísku kennisetningu félagsfræðinnar að ekki er hægt að smætta áhrif grenndarsamfélagsins í einstaklingsáhrif (Durkheim, 1895/1982). Þær benda ennfremur til þess að áhrif félagsgerðar á atferli kunni iðulega að vera van- metin í rannsóknum sem takmarkast við einstaklingsbundna úrvinnslu og umfjöllun (Liska, 1990). Niðurstöður okkar undirstrika mikilvægi þess að rannsóknir á unglings- árunum horfi í auknum mæli til félagsgerðar grenndarsamfélagsins í heild en einblíni ekki einvörðungu á persónulegar aðstæður unglinga. Ætla má að rannsóknir sem styðjast við grenndarnálgunina komi til með að bæta þekkingu okkar á félagslegum áhættuþáttum frávikshegðunar verulega. Greining sem byggir einvörðungu á gögn- um af einstaklingsstiginu hefur tilhneigingu til þess að horfa fram hjá veigamiklum samfélagslegum áhrifavöldum. 6 Þessi vinna er reyndar þegar hafin og bendir fjölbreytugreining gagnanna til þess að þær niðurstöð- ur sem birtar eru hér haldi í meginatriðum (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlindsson, óbirt handrit). ÞAÐ ÞARF ÞoRP …
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.