Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 88

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 88
88 þau og átta sig á gildi þeirra. að skilja myndverk með því að túlka það opnar jafn- framt leiðir til að nota verkið á þýðingarmikinn hátt og að skynja hvenær það er gjald- gengt. Sjálf – s­jálfs­s­kilning­ur­ – s­jálfs­ör­yg­g­i Bruner (1996) heldur því fram að menntun sé lykilatriði í mótun sjálfsins og það beri að hafa í huga. Hann telur að sjálfsmyndin hafi tvær hliðar þ.e. hinn gerandi þátt (e. agency) og mat (e. evaluation). Fólk upplifir sig sem gerendur, færa um að stjórna eigin athöfnum. v­ið það að lýsa myndrænum frásögnum sínum og tengja þær daglegu lífi eða jafnvel öðrum verkum sem þau hafa gert geta ungmenni öðlast betri skilning á eigin sjálfi. að vera gerandi felur í sér kunnáttu og verksvit. Þar af leiðir að velgengni og mistök eru þættir í mótun sjálfsmyndar. Börn skynja fljótt að umhverfið leggur mat á þessa þætti út frá ákveðnum (menningarlegum) viðmiðum og bregðast við með því að nota eigið mat (sjálfsmat), m.ö.o. hina hlið sjálfsmyndarinnar sem Bruner talar um. Börn líta á sig sem gerendur og leggja mat á velgengni sína byggt á því sem þau sjálf eða aðrir ætlast til af þeim. Bruner segir þetta koma fram sem sjálfsöryggi sem hann telur vera bæði það sem fólk trúir og vonar að það sé og það sem fólk er hrætt við að geta ekki orðið (Bruner, 1996). Umhverfið hefur mótandi áhrif á sjálfsöryggi einstaklinga. Þó að í því kunni að felast nokkur mótsögn tekst skólum ekki alltaf að stuðla að þeirri mótun sjálfsöryggis sem þeir gætu gert. Bruner (1996) telur að úr því mætti bæta með því að leggja nem- endum á herðar meiri ábyrgð við að setja og ná markmiðum á öllum sviðum skóla- starfsins. Markmiðssetning, framkvæmd, sjálfshvatning og sjálfsmat eru mikilvægir þættir í listsköpun. Ellen Winner (1982) bendir á að sýn Rudolf arnheim (1974) um „markmiðs- stýrða sjónræna hugsun“ sé kjarni sköpunarferlisins. af þessu má draga þá ályktun að listamenn hafi ávallt ákveðið takmark í huga þegar þeir skapa, þ.e. sýn á hvað það er sem þeir vilja ná fram. Því má þó ekki gleyma að það sem gerist í sköpunarferl- inu hefur oft áhrif á endanlega útkomu eða, eins og Eisner (2002) telur, að fyrirfram ákveðið takmark víki fyrir nýjum hugmyndum sem vakna í vinnunni við listaverkið. Myndlistin, eða myndsköpun ungmenna, býður upp á sjálfshvatningu. að nota eigin dómgreind í mati sínu á hvernig til hefur tekist stuðlar að ósk eða löngun til að gera enn betur, eða með öðrum orðum, að setja sér nýtt takmark til að stefna að. Lítum á hvernig frásagnarsjálf gæti haft áhrif á mótun sjálfsins. Þegar nemendur lýsa myndverkum sínum á ígrundaðan hátt og gera öðrum grein fyrir reynslu sinni eiga sér stað gagnvirk samskipti. Sjálfskennd okkar mótast í samfélagi við aðra. Ricoeur (1991) og Kristín aðalsteinsdóttir (2002) halda því fram að það sé í samskipt- um við aðra sem við sjáum okkur með augum annarra og þannig lærum við að skynja veröldina. Æskilegt er að tengja hugtakið sjálf við listsköpun og leita skilnings á því hvað sköpunarverkið segir um listamanninn og lífsskoðun hans. Það má líta á listsköpun í þessu samhengi sem verkfæri eða ferli sem leiðir til skilnings eins og Räsänen (1998) fullyrðir. Þegar nemendur lýsa verkum sínum ígrunda þeir eigin skynjun, hugmyndir, H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.