Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 92
2
Það að ná valdi á frumatriðum og meginreglum myndlista gerir nemendum kleift að
koma hugmyndum sínum á framfæri og þeir eru meðvitaðir um að án þeirrar getu
væru möguleikar þeirra á merkingarbærri myndsköpun takmarkaðir.
Sköpunarferlið; virk athöfn
Nemendur voru allir á einu máli um að hin virka athöfn, sköpunarferlið, veitti þeim
ómælda innri gleði og fullnægju. Áberandi var að þeir tengja upplifanir sem mynd-
sköpun færir þeim víðu tilfinningasviði.
Þetta er líkt og að spila fótbolta … leikurinn hefst … hitt liðið skorar … við skor-
um aftur en þeir líka. Þú ert tekinn út af … en vilt komast inn á aftur og ljúka
leiknum. að skapa myndverk er alveg eins … þú getur ekki hætt fyrr en þú ert
búinn með myndina ( villi).
í hugum nemenda getur sköpunarferlið verið bæði vitræn og líkamleg upplifun/
reynsla. að vinna bæði með „höndunum og höfðinu“ felur í sér ákveðna umbun að
mati þessa nemanda: „… mér líður vel … það er gaman … að vinna með höndunum
…og þú hugsar meðan þú vinnur með höndunum“ (Karl).
Svipaða sögu er að segja hér:
Mér finnst gaman að teikna af því ég sé hvað ég er að hugsa … það er líka bara
gaman … ef ég er í vondu skapi lagast það. Ég slappa af þegar ég teikna eða mála
… (auður).
… þó ég sé í vondu skapi þegar ég byrja að teikna lifi ég mig svo inn í það að ég
gleymi skapinu … að teikna gefur mér ótrúlega góða tilfinningu og það er mik-
ilvægt (Kristján).
Þegar ég er í vondu skapi mála ég ekki dimma og drungalega hluti, ég mála bara
eins og vanalega og skapið batnar. að mála mynd hefur áhrif á skapið mitt á já-
kvæðan hátt … það gerir mig glaða (Lísa).
… mér finnst æðislegt að teikna … þá er ég að skapa … (Stefán).
Ungmennin lýsa skilningi sínum á sköpunarferlinu sem uppsprettu ánægju og annarra
innri gæða, til dæmis slökunar, gleði eða léttis. Þau líta á það sem leið til að nálgast
hugsanir sínar og/eða hugmyndir jafnframt því að koma þeim á framfæri.
Tjáning/tilfinningar – að líta í spegil
í gegnum sköpunarferlið geta nemendur flett ofan af tilfinningum sínum og hugsun-
um. Um það bil helmingur nemenda í báðum skólagerðum sagðist tjá tilfinningar í
myndverkum sínum og leit á það sem mikilvægan þátt, stúlkur oftar en drengir.
Ég elska landið; fjöllin og vötnin … það lýsir hvernig ég er … . það er í öllum
myndunum mínum. Mér finnst gaman að sigla … það er líka rómantískt. Ég vil
sýna tilfinningar mínar fyrir landinu sem mér þykir svo vænt um (vala).
H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A