Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 96
6
Hugtakaflokkarnir sem spruttu úr viðtölunum sýna að myndsköpun er á margan
hátt gefandi í daglegu lífi ungmennanna. Rétt eins og listaverk ber í sér margskonar
merkingar leggja unglingarnir ólíka en mikilvæga þýðingu í list sína og listathafnir.
Fyrst og fremst er um innri gæði að ræða sem leiða til skilnings á sjálfum sér og ver-
öldinni.
Frásögn í myndlist – sjónrænar og munnlegar sögur
Hugtakið frásagnarsjálf var notað í rannsókninni til að skoða hvaða áhrif túlkun nem-
andans hefur á verkið, hvernig það breytist og hvað á sér stað. Könnuð voru tengsl
myndsköpunar og frásagnar af myndverkinu. í frásögninni íhuguðu ungmennin eigið
sjálf þegar þau tengdu það sem þau vildu láta í ljós í verkum sínum því hvernig þau
skynja sig og skilja veröldina. við þessa tengingu staðsetja þau sig eða finna sér stað í
umheiminum. Sögurnar gerast hér og nú en ekki endilega á þeim tíma sem uppruna-
leg túlkun átti sér stað vegna þess að hver túlkun er ný.
Líkt og ungmennin hafa breyst í takt við tímann gefa nýjar frásagnir færi á að breyta
upprunalegri túlkun. Helga sagði frá mynd sem hún gerði handa móður sinni fyrir
nokkrum árum. Hún tengdi liðna tíð núinu:
Ég bjó þessa mynd til fyrir mömmu … eiginlega er þetta mamma þegar ég hugsa
betur um það … [núna] … ég man eftir að hafa hugsað þannig meðan ég bjó
myndina til. Mamma er best í heiminum. Ég veit ekki um engla og þannig … ég
trúi því að þeir séu til … lífið er ekki bara búið … ég vil ekki trúa því að allt sé
búið þegar við deyjum.
í ljósi þeirrar hugmyndar „að móta varanlega ímynd af síbreytilegu sjálfi“ (Rantala,
1997, bls. 22; Ricoeur, 1992) laga ungmennin túlkun sína að kröfum núverandi að-
stæðna. Með tímanum hafa þær aðstæður sem stuðluðu að gerð myndverksins hlotið
nýja merkingu og sögur ungmennanna eru endurskapaðar þegar frásögnin á sér stað.
í frásögn af myndverki sínu um ást og öryggi sagði Kata:
Þetta er það sem flestir þrá, ást og öryggi … svo sannarlega það sem ég þrái …
að hugsa um og vernda þá sem okkur þykir vænt um. Þetta kom af sjálfu sér
þegar ég byrjaði á myndinni … ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég vildi gera en
hugmyndin fæddist eins og af sjálfu sér og þá vissi ég það … ég finn það [núna]
hvað ég var að gera.
aftur á móti varpaði túlkun Róberts ljósi á tengingu bjartra litanna við daglegt líf hans
eða lífsviðhorf. Hann tengdi skæra litina sýn sinni á veröldina:
Ég horfi á lífið mjög björtum augum og litirnir í þessari mynd eru mjög bjartir.
Það [myndverkið] endurspeglar hvernig ég er … umhverfið skiptir máli auðvit-
að … ég var þó fyrst og fremst að hugsa um gleði í þessari mynd.
Það er ekki sjálfgefið að ungmennin hafi aðgang að upprunalegum tilgangi, að baki
H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A