Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 96

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Qupperneq 96
6 Hugtakaflokkarnir sem spruttu úr viðtölunum sýna að myndsköpun er á margan hátt gefandi í daglegu lífi ungmennanna. Rétt eins og listaverk ber í sér margskonar merkingar leggja unglingarnir ólíka en mikilvæga þýðingu í list sína og listathafnir. Fyrst og fremst er um innri gæði að ræða sem leiða til skilnings á sjálfum sér og ver- öldinni. Fr­ás­ög­n í mynd­lis­t – s­jónr­ænar­ og­ munnleg­ar­ s­ög­ur­ Hugtakið frásagnarsjálf var notað í rannsókninni til að skoða hvaða áhrif túlkun nem- andans hefur á verkið, hvernig það breytist og hvað á sér stað. Könnuð voru tengsl myndsköpunar og frásagnar af myndverkinu. í frásögninni íhuguðu ungmennin eigið sjálf þegar þau tengdu það sem þau vildu láta í ljós í verkum sínum því hvernig þau skynja sig og skilja veröldina. v­ið þessa tengingu staðsetja þau sig eða finna sér stað í umheiminum. Sögurnar gerast hér og nú en ekki endilega á þeim tíma sem uppruna- leg túlkun átti sér stað vegna þess að hver túlkun er ný. Líkt og ungmennin hafa breyst í takt við tímann gefa nýjar frásagnir færi á að breyta upprunalegri túlkun. Helga sagði frá mynd sem hún gerði handa móður sinni fyrir nokkrum árum. Hún tengdi liðna tíð núinu: Ég bjó þessa mynd til fyrir mömmu … eiginlega er þetta mamma þegar ég hugsa betur um það … [núna] … ég man eftir að hafa hugsað þannig meðan ég bjó myndina til. Mamma er best í heiminum. Ég veit ekki um engla og þannig … ég trúi því að þeir séu til … lífið er ekki bara búið … ég vil ekki trúa því að allt sé búið þegar við deyjum. í ljósi þeirrar hugmyndar „að móta varanlega ímynd af síbreytilegu sjálfi“ (Rantala, 1997, bls. 22; Ricoeur, 1992) laga ungmennin túlkun sína að kröfum núverandi að- stæðna. Með tímanum hafa þær aðstæður sem stuðluðu að gerð myndverksins hlotið nýja merkingu og sögur ungmennanna eru endurskapaðar þegar frásögnin á sér stað. í frásögn af myndverki sínu um ást og öryggi sagði Kata: Þetta er það sem flestir þrá, ást og öryggi … svo sannarlega það sem ég þrái … að hugsa um og vernda þá sem okkur þykir vænt um. Þetta kom af sjálfu sér þegar ég byrjaði á myndinni … ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég vildi gera en hugmyndin fæddist eins og af sjálfu sér og þá vissi ég það … ég finn það [núna] hvað ég var að gera. aftur á móti varpaði túlkun Róberts ljósi á tengingu bjartra litanna við daglegt líf hans eða lífsviðhorf. Hann tengdi skæra litina sýn sinni á veröldina: Ég horfi á lífið mjög björtum augum og litirnir í þessari mynd eru mjög bjartir. Það [myndverkið] endurspeglar hvernig ég er … umhverfið skiptir máli auðvit- að … ég var þó fyrst og fremst að hugsa um gleði í þessari mynd. Það er ekki sjálfgefið að ungmennin hafi aðgang að upprunalegum tilgangi, að baki H LU T V ER K MY n DS Kö PU n A R Í DAG L EG U L Í F I U n G M En n A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.