Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 97

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Side 97
7 myndverkunum þar sem aðstæður til túlkunar breytast í hvert sinn. Þau skapa fortíð- ina í ljósi dagsins í dag og opna nýja möguleika á nýjum kynnum við sjálfið. Að afhjúpa mer­king­u með or­ðum … Þó að reynsla ungmennanna verði áþreifanlegri í mynd er ekki alltaf hægt að varpa ljósi á merkingu myndverksins án orða. Nói sýndi mér málverk sem endurspeglar til- finningar hans til eyjunnar þar sem hann hefur alltaf búið: Myndin hefur mikla þýðingu fyrir mig vegna þess að þetta er fyrsta olíumálverk- ið sem ég gerði og hún tókst vel. Hún sýnir hvernig ég sé lífið … friðsælt og kyrr- látt … túlkar hamingju en líka svolitla sorg eins og sést í daufri birtunni. Myndir geta sýnt tilfinningar á margan hátt … ég vildi sýna tilfinningar til eyjunnar sem mér þykir svo vænt um. Myndin endurspeglar tilfinningar hans og umhyggju fyrir umhverfinu en hún gefur líka góða mynd af þeirri rólegu og yfirveguðu sjálfsmynd sem þessi ungi drengur sýndi í viðtalinu. Sjálfs­kennd­ – end­ur­s­peg­lun kynfer­ðis­ í land­s­lag­i og­ umhver­finu Þemun sem myndverk ungmennanna byggðu á voru áþekk þó tilefni sköpunarinnar væri mismunandi. að baki landslagsmyndum, sem voru í miklum meirihluta, lá mjög ólík hugsun. Lísa og Róbert kjósa að gera fagurfræðilega vel útfærðar myndir sem gleðja augað og „ … litir og myndbygging spila vel saman“ eða „ … fegurð hlutanna skiptir máli“. Þau hafa ekki áhuga á að túlka tilfinningar en sýna þá færni sem þau hafa náð í framsetningu sjónrænna eiginleika sem tengjast myndsköpun. í hugum ísabellu og Nóa henta landslagsmyndir aftur á móti einkar vel til að túlka tilfinning- ar. Líkt og saga og landslag eru samofin íslenskri menningu (Magnusson, 1987) vefa þessir tveir unglingar tilfinningar sínar í „ … myndir af hrauni, álfum og útilegumönn- um“ eða „ … spegilsléttu hafi“ og segja: „ … það er auðvelt að túlka tilfinningar sínar í landslagsmynd“. Umfjöllun um félagslega ábyrgð og væntumþykju var oftar að finna í myndum stúlkna. Þær endurspegluðu tengsl við fjölskyldu og/eða vini, dýr eða staði. Mynd Láru er minningarbrot úr ferð með fjölskyldunni í skemmtigarð í Noregi, en sýnir mörg ungmenni í garðinum. í frásögninni taldi hún að myndin sýndi mikilvægi þess að „allir eiga að vera vinir“ jafnvel þó að við sköpun verksins hafi hún viljað segja: „að þessar tvær eru vinkonur að hittast aftur“ og „þessi bíður eftir kærastanum“. Þetta styður þá fullyrðingu Rantala (1997) að ungmennin segja ákveðnar sögur í myndum sínum en í túlkun þeirra seinna á sér stað endurskoðun þar sem upprunalega sagan er í raun ekki gild lengur. Teikningar Davíðs og Kára bera vott um persónulegan áhuga þeirra og þá áherslu sem þeir leggja á sjónræn undirstöðuatriði í myndum sínum. „Ég hef áhuga á húsum og byggingum,“ sagði Kári um mynd sína af grunnformum sem hann lætur líkjast byggingum; „ … ég vildi að þetta líktist borg … þó þetta hafi verið teikniverkefni RÓSA K R I S T Í n J ú L Í US D ÓT T I R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.