Morgunn - 01.12.1920, Side 91
MOEGUNN
169
sinni fast að þeim, sem skeytin sendir — að sínu leyti
eins og menn verða að beina athyglinni í daglegu lífl að
þeim, sem við þá eru að tala, ef þeir eiga að geta orð'ið
þess vísari, hvað við þá er sagt. Það er einn af hinum
miklu örðugleikum sambandsins, að því er prófessorinn
hyggur, að undirvitund miðlanna — þeim hluta vitundar-
innar, sem er starfandi í sambandsástandi (trance) — veit-
ir oft svo örðugt að halda athyglinni fastii við þann, sem
er að senda skeyti.
Á þessum fundi, sem prófessor Hyslop segir frá og
minst hefir verið á hér að framan, hefir, eftir þessari skýr-
ingu, athyglin dregist frá foreldrum aðkomukonunnar, sem
voru að senda skeyti, og að hinum þjóðkunna manni.
Hann er ekki að reyna að senda neitt, en hugsanir hans
berast inn í undirvitund miðilsins, og koma þaðan sem
ósjálfráð skrift.
Þrásinnis hefir það komið fyrir við tilraunir hér á
landi, að skeyti, sem komið hafa, hafa við nánari athug-
un reynst vera frá öðrum en búist hafði verið við í fyrstu,
líkt og henti prófessor Hyslop þetta skiftið. Það er ágætt,
þegar unt er að greiða úr slíkum íiækjum. En sjálfsagt
er það oft ókleift, þó að vit sé í skeytunum. Ef ekki
hefði viljað evo vel til, að prófessor Hyslop þekti ekkj-
una, þá hefði skeytið, sem maðurinn hennar virðist hafa
sent óvart, verið dæmt vitleysa.
Þó að sjálfsagt sé mikið af verulegum vitleysum í
skeytunum, jafnvei hjá beztu miðlunum, þá virðist þab
ekki ósennileg tilgata, að þær mundu reynast nokkuru
færri, ef þekking vor væri meiri á þvi, hvernig skeyta-
flutningurinn gerist.
E. H. K.
I