Morgunn - 01.12.1920, Síða 152
230
MORGUNN
hannesar »borginni helgu, Jerúsalem, sem niður steig af
himni frá guði?« Er hún ekki öll úr jarðneskum efnum,
eftir þeirri frásögn? Eða er gull og perlur og gimsteinar
nokkuð »andlegra« eðlia en tígulateinn? Það má vel vera,
að lýsingar Raymonds á öðrum heimi séu að miklu eða
litlu leyti rangar. Um það skal ekkert sagt hér Ástæð-
urnar til þess geta verið margar, miklu fleiri en vér höf-
um hugmynd um. Þær geta, til dæmis að taka hafa af-
lagast i flutningnum milli heimanna. Líka getur það
hugsast, að fyrst eftir að vér koinum inn í annan beim,
skynjum vér hann mjög ófullkomlega og gerum oss barna-
legar og að ýmsu leyti alveg rangar hugmyndir um hann.
Slíkar, hugsanlegar ástæður mætti lrngi halda áfram að
telja Og þær geta verið fleiri en vér faum talið. En að
hinu leytinu ber hleypidómalausum mönnum að kannast
við það, að í lýsingum Raymonds er ekkert óskynsamlegt
eða ótrúlegt. Þar er ekkert, sem misþyrmir heilbrigðri
skynsemi né háleitura hugmyndum nútíðarmanna um guð-
dóminn. I biblíunni er margt, sem gerir hvorttveggja, ef
nútíðarmenn fyndu hvöt hjá sér til að taka það trúan-
legt. Biblíudýrkendur ættu því að fara varlega. Ekkert
er auðveldara en að flytja baráttuna inn á land sjálfra
þeirra.
Viðsjárverdur Af öllum þeim átrúnaði, sem andstæðingar
átrúnaður. spíritismans kunna að hafa tilhneiging til að
aðhyllast, er sennilegt að trúin á prófessor Alfred Lehmann
aé þeim með hinum viðsjárverðari. Hver er aðalundir-
staðan undir þeim virkjum, er þeir reisa gegn atgöngu
þeirrar sannfæringar, að samband hafi fengist við ósýni-
legan heim? Sú undirstaða er fjarhrifin — sú sanrreynd,
að áhrif geta komist úr einutn hug í annan, aðra leið en
akilningarvitanna. Þegar einhver vitneskja kemur fram
hjá miðlum, sem óhugsandi er að só úr hug sjálfra þeirra,
þá halda andstæðiugar spíritismans því fram, að hún sé
sogin úr hug einhverra jarðneskra manna, annaðhvort við-