Morgunn - 01.12.1940, Síða 10
136
M O R G U N N
þekkt þennan Sigga, en þá varstu víst ungur“. Kvað fund-
argestur það rétt vera. „Það er skrítið“, hélt Jakoþ áfram,
,,að ég er ekki enn búinn að sjá, hver það er, sem heldur
höndunum á höfði þínu, en þessu virðist svona fyrir kom-
ið af ásettu ráði, þessi maður er falinn fyrir mér, en ég
held þetta lagist bráðum og ég fái að sjá hann“.
Nokkrum augnablikum síðar sagði Jakob með miklum
feginleik: „Það er hann vinur okkar“. (Þannig nefndi
hann venjulega Einar H. Kvaran, þegar hann sagði frá
honum). „Ég vildi að þið gætuð séð gleðina og feginleik-
ann í svip hans yfir því, að þessi maður skuli vera hérna,
hann á hann Sigga, og ég sé ekki betur en að hann eigi þig
líka, maður minn, er þetta rétt hjá mér?“Svaraði fundar-
gesturinn þessu játandi. „Nú skil ég hvernig á því stend-
ur, að ég fékk ekki að sjá hann strax, hann vildi láta mig
segja fyrst frá drengnum, því að annars hefði ég strax
farið að tala um „vininn okkar“ og segja frá honum“.
Jakob sagði nú næst frá því, að hann sæi annan mann
við hlið E. H. Kvarans, og lýsti hann honum á þessa leið:
„Hann virðist vera meðalmaður á hæð, hann er myndar-
legur að sjá, nokkuð þrekinn, ennið er breitt, sé dálitlar
hrukkur á því, hann er svipmikill, hár hans er þunnt,
hann hefir yfirskegg, fallegt og þykkt, eins og það sé
dálítið hrokkið. Þessi maður heldur á blaði og er að lesa
það. Hann hefir skrifað mikið og talað mikið, en ekki
hefir hann verið prestur". Sagði Jakob, að E. H. Kvaran
segði, að hann og þessi maður hefðu haft mikið saman að
sælda, en tæki það fram, að þeir hefðu ekki allt af verið
á sama máli, og var á Jakobi að heyra, sem hann teldi að
E. H. K. legði töluverða áherzlu á að taka þetta fram.
Frú G. Kvaran spurði Jakob nú, hvort hann gæti náð
nafni þessa manns. Það kvaðst Jakob ekki geta, en end-
urtók áðurgreinda lýsingu sína á manni þessum, en bætti
við: „Nafn hans virðist vera nokkuð langt, ég sé stafina
S. J., en ég næ ekki meiru“. Þá bætti hann því og við, að