Morgunn - 01.12.1940, Page 14
140
M O RGUNN
ur Karla Magnús, hann fekk þetta uppnefni hjá strákum,
sem hann var með“.
Frú Kvaran kvaðst muna eftir þessu, en um þetta var
hvorki miðlinum né öðrum fundarmönnum kunnugt.
All-verulegt sönnunargildi hafa vitanlega þær frásagn-
ir, sem sýna lifandi endurminning E. H. K. um löngu lið-
in ferðalög með konu sinni vestur í Ameríku og menn,
sem hann var samvistum við þar, en sérstakur sannana-
þungi er í því atriði fólginn, að hann rifjar upp atburð
og nafn úr óprentaðri og ófullgerðri skáldsögu, sem liggur
í handriti í skrifborðsskúffu hans. Viðstaddir fundar-
menn og miðillinn vissu ekki að þetta handrit væri til,
hvað þá að þeim væri kunnugt um nokkra persónu sög-
unnar, nema frú Kvaran einni, sem kannaðist við atriðið,
þegar hann var búinn að koma því í gegn um miðilinn.
Er nokkur skýring á þessu atriði fullkomin önnur en
sú, að þarna hafi sjálfur hinn framliðni höfundur verið
viðstaddur, með endurminning sína um ófullgerðu sög-
una? Ég veit að hægt er að kasta fram ósönnuðum til-
gátum, til að reyna að skýra málið á annan veg, en slíkt
sannar vitanlega ekkert. Hér verða skynsamleg rök ein
að skera úr málinu og ekkert annað.
Næsta sönnunargagnið, sem hér er birt, hefir mér bor-
izt frá frú G. Kvaran, og segir frúin þannig frá:
Seint á liðnum vetri kom Hafsteinn Björnsson heim til
mín, án þess að tilætlun hans væri að hafa sambands-
fund. En þegar hann var búinn að sitja hjá mér nokkra
stund, kvaðst hann sjá manninn minn óvenjulega skýrt.
„Helgaðu honum nú þessa stund“ — segi ég — „úr því
að þú sérð hann svona glöggt og reyndu nú að ná frá
honum þeirri sönnun, sem hann var búinn að tala sjálfur
um að koma með, þegar hann væri. farinn, og engum var
kunnugt um hver væri, öðruin en okkur hjónunum“.
Sá ég nú að hann fór undir mikil áhrif og fann, að
hann varð ískaldur.
Nú fór Hafsteinn að lýsa:
i