Morgunn - 01.12.1940, Síða 16
142
M O R G U N N
blandazt hugur um það eitt augnablik, að það var Einar
H. Kvaran og enginn annar, sem var að tala við mig, en
slíkt hefir komið fyrir oftar, þegar ég hefi verið með
Hafsteini. Eftir að við höfðum skifzt á nokkrum orðum
um eitt og annað, spurði ég hann, hvort hann myndi eftir
ferðalaginu okkar? Hann svaraði þegar:
„Austur í Skaftafellssýslu ? Nei, það varð víst ekki
neitt úr því, ég hafði að vísu hugsað mér að taka þig með
í þá ferð, hélt um tíma að hann séra Kristinn myndi ekki
geta farið með mér vegna lasleika, og þá ætlaði ég að
taka þig með, en hann hresstist svo að hann gat farið, og
bíllinn var ekki nógu stór, til þess að þú gætir farið líka.
Ég var nú samt með einhverjar ráðagerðir um að taka
þig með síðar, en af því varð nú aldrei, líkamskraftarnir
entust ekki svo lengi, en ef til vill eigum við eftir að
ferðast saman síðar, þótt með öðrum hætti verði en ráð
var fyrir gert“.
„En einhverntima vorum við saman á ferðalagi, en
það var ekki hérna syðra. Við hittumst þá fyrir austan
hjá Sigurði bróður mínum, ég var þá að koma ofan úr
Héraði. Við fórum þá eitthvað saman, yfir fjallveg, i
næsta fjörð. Þú útvegaðir mér hesta til íerðarinnar, báð-
ir voru þeir hvítir. Man ég það ekki rétt, að við yrðum
veðurtepptir? Mig minnir það, ég helcl einn dag, vegna
rigningar. En við fórum til baka um nóttina, því man
ég vel eftir“.
Þetta, sem hann minnir mig á í þessu sambandi er
nákvæmlega rétt og þarf ekki nánari skýringar við. Það
skal og tekið fram, að um þetta vissi Hafsteinn ekki.
Enn kemur hér eitt atriði, sem bendir til þess, að Ein-
ar H. Kvaran væri viðstaddur með endurminning sína
frá jarðlífinu til að sanna sig:
i