Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 37
MORGUNN
163
„Yér getum velt fyrir oss — segir hann — fyrirbrigð-
unum um birting framliðinna og afturgöngur og reim-
leika, en vér sjáum aldrei annað fyrir oss en undirvit-
undarleg, draumkennd, svefnreikandi fyrirbrigði, en
aldrei verknað vakandi manns, sem samsvari þeim kröf-
um, sem vér gerum til vakandi manna í daglegu lífi
þeirra“.
Þeir sem nokkuð þekkja til reimleikafyrirbrigða yfir-
leitt, sjá það strax, að hér er um ákaflega einhliða stað-
hæfing að ræða og tilgátu, sem í fjöldamörgum tilfell-
um er allsendis ófullnægjandi til að skýra reimleikana.
I fyrsta lagi eru afturgöngurnar svonefndu engan
veginn æfinlega að endurtaka liðna atburði úr jarðlífi
sínu, eins og Ulig vill gera svo mikið úr, heldur eru þær
iðulega að fást við atburði, sem eru að gerast í lífi
jarðneskra ástvina þeirra, boða þá fyrir eða að reyna
að afstýra þeim — og í öðru lagi benda margar reim-
leika frásagnirnar til þess að þar sé um annað og miklu
meira að ræða en eitthvað ófullkomið, örlítið og ósjálfs-
vitandi brot úr vitund hins framliðna; oft virðist hann
sjálfur standa á bak við fyrirbrigðið heill og óskiftur,
eins og hann var í jarðlífinu, þótt hann verði að láta sér
nægja stutta og ófullkomna heimsókn inn í jarðneska
heiminn.
Ég er alveg samdóma dr. Emil Mattiesen, sem segir
að ekki sé unnt að neita þeim möguleika að innan vissra
takmarka geti tilgáta Illigs verið rétt, en bendir jafn-
framt á þá staðreynd, að í mörgum reimleikafyrirbrigð-
unum felist sálarleg starfsemi, sem fyllilega samsvari
hliðstæðri starfsemi jarðneskra manna, og að þótt mörg
þessi fyrirbrigði séu harla ófullkomin í fyrstu, draum-
kennd og vitsmunasnauð, þá náist þó oft við bætt skil-
yrði samband við fullkomið vitsmunaafl, sem á bak við
þau standi.
Af mörgum ástæðum hafa menn átt erfitt með að
trúa því um sum reimleikafyrirbrigðin, að þar væru