Morgunn


Morgunn - 01.12.1940, Síða 86

Morgunn - 01.12.1940, Síða 86
212 M O R G U NN kom skyndilega og nú var stafað samkvæmt áður settum reglum: Treyst þú Guði, þá fær þú það, sem þú þráir — og nokkur fleiri sundurlaus orð, sem ég gat ekki lesið úr. Þetta gerðist 16. ágúst, eða tæpum þrem mánuðum eftir andlát konu minnar. Fégjarnir menn, sem frétta að þeir hafi unnið stærsta vinninginn í happdrættinu, skilja máske að nokkru leyti gleði mína þetta kvöld, þótt hún væri annars eðlis. En ég efast ekki um að margir yðar munu skilja mig. Þá varð ég svo glaður, að ég hefði getað faðmað allan heiminn. Eftir þetta tóku tilraunirnar framförum, svo að segja daglega. í fyrstu gekk mér erfiðlega meðan ég var óvanur að beita stafrófinu, mér hætti við að ruglast í því og oft varð ég að láta byrja aftur og aftur á erfiðum orðum. En þetta smálagaðist eftir því, sem lengra leið. Og nú fóru að koma smásannanir. í fyrstu var ég minnt- ur á ýmislegt, sem skeð hafði á heimili mínu og allir vissu um, en von bráðara fóru sannanirnar að verða fullkomnari, og nú var farið að minna mig á atvik, sem engum var kunnugt um nema mér og konunni minni; sum þeirra voru 15—20 ára gömul og var ég hættur að muna eftir þeim, en þau smá rifjuðust upp fyrir mér þegar á þau var minnzt. Flest þessi atvik voru þess eðlis að ég bið yður að virða mér til vorkunnar þótt ég minnist ékki á þau hér. Síðan var farið að segja mér frá ýmsu, sem ég hafði enga hugmynd um, en reyndist allt af við síðari eftirgrennslan að vera bókstaflega rétt. Eitt var þó, sem reyndist erfitt að fá svarað, þótt ég spyrði þess strax á fyrsta fundi, en það var, hvort konan myndi, hvaða gælunafni ég hefði nefnt hana fyrsta árið, sem við vorum saman og enginn vissi um nema við tvö. Svarið kom fyrst fimm mánuðum eftir að tilraun- irnar fóru að bera árangur — hafði ég þá spurt hins sama á 50 fundum og meira að segja hjá tveim miðlum öðrum, en svarið var alls staðar hið sama: að hún gæti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.