Morgunn - 01.12.1940, Qupperneq 86
212
M O R G U NN
kom skyndilega og nú var stafað samkvæmt áður settum
reglum: Treyst þú Guði, þá fær þú það, sem þú þráir
— og nokkur fleiri sundurlaus orð, sem ég gat ekki lesið
úr. Þetta gerðist 16. ágúst, eða tæpum þrem mánuðum
eftir andlát konu minnar.
Fégjarnir menn, sem frétta að þeir hafi unnið stærsta
vinninginn í happdrættinu, skilja máske að nokkru leyti
gleði mína þetta kvöld, þótt hún væri annars eðlis. En ég
efast ekki um að margir yðar munu skilja mig. Þá varð
ég svo glaður, að ég hefði getað faðmað allan heiminn.
Eftir þetta tóku tilraunirnar framförum, svo að segja
daglega. í fyrstu gekk mér erfiðlega meðan ég var
óvanur að beita stafrófinu, mér hætti við að ruglast í
því og oft varð ég að láta byrja aftur og aftur á erfiðum
orðum. En þetta smálagaðist eftir því, sem lengra leið.
Og nú fóru að koma smásannanir. í fyrstu var ég minnt-
ur á ýmislegt, sem skeð hafði á heimili mínu og allir
vissu um, en von bráðara fóru sannanirnar að verða
fullkomnari, og nú var farið að minna mig á atvik, sem
engum var kunnugt um nema mér og konunni minni;
sum þeirra voru 15—20 ára gömul og var ég hættur
að muna eftir þeim, en þau smá rifjuðust upp fyrir mér
þegar á þau var minnzt. Flest þessi atvik voru þess eðlis
að ég bið yður að virða mér til vorkunnar þótt ég minnist
ékki á þau hér. Síðan var farið að segja mér frá ýmsu,
sem ég hafði enga hugmynd um, en reyndist allt af við
síðari eftirgrennslan að vera bókstaflega rétt.
Eitt var þó, sem reyndist erfitt að fá svarað, þótt ég
spyrði þess strax á fyrsta fundi, en það var, hvort konan
myndi, hvaða gælunafni ég hefði nefnt hana fyrsta
árið, sem við vorum saman og enginn vissi um nema við
tvö. Svarið kom fyrst fimm mánuðum eftir að tilraun-
irnar fóru að bera árangur — hafði ég þá spurt hins
sama á 50 fundum og meira að segja hjá tveim miðlum
öðrum, en svarið var alls staðar hið sama: að hún gæti