Morgunn - 01.12.1940, Page 97
M O RG UNN
223
þessi saga eina dæmið, sem til væri, mætti tala um að
þetta væri tilviljun, en sams konar dæmi eru til í þús-
undatali í all-flestum löndum heims, svo að hér getur
ekki verið um neina tilviljun að ræða. Hér er að verki
eitt af þýðingarmestu lögmálum tilverunnar, sem mann-
kynið hefir enn lagt mikils til of litla stund á að kynna
sér og rannsaka.
Aðrir andstæðingar spíritismans mundu koma fram
með enn aðra skýringartilgátuna og segja: í ljósvakan-
um eru varðveittar myndir alls þess, sem gerzt hefir á
jörðunni frá ómunatíð og fx;am til þessa dags. Þar eru
þá einnig varðveittar myndir af raunasögu handleggja-
lausa barnsins. Fyrir dulskyggni sína hefir miðillinn get-
að séð þessar myndir og ráðið rúnir þeirra, þessvegna er
frásögn hans engin sönnun fyrir því, að barnið lifi enn,
hann sá ekki barnið sjálft, heldur aðeins myndir úr liðnu
lífi þess.
Það er ekki unnt að neita því, að dulskyggna fólkið
virðist stundum sjá einhverjar slíkar myndir, þótt hér
sé raunar um að ræða tilgátu eina en ekki sannað mál.
Þannig sýnist mér t. d. sennilegt að sum reimleikafyrir-
brigði kunni að vera slíkar- myndir liðinna atburða og
annað ekki. En þegar veran, sem dulskyggna fólkið sér,
ber með sér öll vitsmuna merki mannlegrar veru, hugsar,
talar, kemur með endurminningar sínar frá jarðvistar-
árunum og sýnir jafnframt all-nákvæma þekking á því,
sem er að gerast hjá ástvinum hennar á jörðunni árum
eða áratugum eftir að hún hvarf frá þeim, verður ómögu-
legt að skýra birting hins framliðna sem meðvitundar-
lausa mynd gamalla atburða. Enda þótt hugsanlegt sé,
að „svipur“ framliðins manns, sem birtist án þess að
sýna nokkra ákveðna vitsmuna starfsemi eða einkenni
vakandi vitundarlífs, sé ekkert annað en mynd liðins at-
burðar, þá er óhugsandi að fullyrða slíkt um veru, sem
sannar það, að hún gerir hvort tveggja, að muna liðið
jarðlíf sitt og að hafa nána þekking á því, sem er sam-