Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Page 37
allýtarlegar reglur í stofnskránni, sem hér yrði of
langt mál að rekja.
Fimmta aðalstofnun Sameinuðu þjóðanna er al-
þjóðadómstóllinn i Haag. Hann er eiginlega framhald
af fasta milliríkjadóminum þar, sem settur yar á
stofn i sambandi við gamla þjóðabandalagið. Al-
þjóðadómstóllinn er skipaður 15 dómendum. Dóm-
endur eru kjörnir af allsherjarþinginu og öryggis-
ráðinu í sameiningu. En i starfi sínu eru þeir alger-
lega óháðir þessum aðilum.
Hlutverk dómstólsins er að dæma í nánar tilgreind-
um málum þeirra ríkja, sem gerast aðilar að sam-
þykktinni um hann, en það geta ríki utan bandalags-
ins gerzt að fullnægðum vissum skilyrðum. Hann
getur og látið uppi álit um lögfræðileg atriði, einkan-
lega um vafamál á sviði þjóðaréttarins. Hingað til
mun alþjóðadómstóllinn nýi hafa fcngið fá viðfangs-
efni, en vafalaust verður hann merk og gagnleg
stofnun í framtíðinni.
Meðal aðalstofnana Sameinuðu þjóðanna er svo
loks að nefna skrifstofuna (The Secretariat). Hún
annast um framkvæmdir bandalagsins og dagleg af-
greiðslustörf, en þau eru að sjálfsögðu mikil og marg-
háttuð. Flestar aðrar stofnanir og nefndir Samein-
uðu þjóðanna sitja aðeins að störfum tiltekin tíma-
bil með bléum á milli. Skrifstofan starfar hins vegar
og er opin hvern dag árið um kring. Hún þarf því
á fjölmennu starfsliði að halda. Forstjóri eða aðal-
ritari (Secretary General) Sameinuðu þjóðanna er
yfirmaður skrifstofunnar. Hann er aðalframkvæmda-
stjpri bandalagsins. Hann skal kjörinn af allsherjar-
þinginu eftir tillögum öryggisráðsins. Sá einn getur
því orðið forstjóri, sem stórveldin öll vilja fallast á.
Eins og kunnugt er, var Norðmaðurinn Tryggve
Lie valinn forstjóri Sameinuðu þjóðanna á alls-
herjarþinginu í London 1946. Hann var þá utanríkis-
ráðherra Noregs og hafði gegnt þvi starfi um nokk-
(35)