Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Side 75
13. marz, f. 15. ág. ’15. Þórunn Jensdóttir húsfr., Isa-
firði, 20. apríl, l'. 12. des. ’74. Þorvaldur Friðfinns-
son útgm., Ólafsfirði, í des., f. 25. jan. ’84. Ögmundur
Bjarnason frá Arnarbæli, Grímsnesi, 14. okt., f. 5.
júlí ’71.
Um látna Vestur-íslendinga árið 1946 sjá Almanak
O. Thorgeirssonar árið 1947.
[19. ág. 1943 lézt Auðbjörg Ingvarsdóttir húsfr.,
Stóra-Dal, Eyjafjallasveit, f. 30. okt. ’69. 31. des. 1946
lézt Björgvin A. Sveinsson, Akureyri, f. 10. des. ’ll.
18. júní 1946 lézt Hildur Jónsdóttir fyrrv. húsfr. á
Ásmundarstöðum, Melrakkasléttu, f. 14. apríl ’57. 13.
ágúst 1946 lézt Jón Jónsson bóndi, Nefbjarnarstöðum,
Hróarstungu, f. 23. des. ’73. 17. nóv. 1946 lézt í Stokk-
hólmi Margrét Sigurðardóttir ekkjufrú frá Rvik, f.
6. okt. ’75. í febrúar 1946 lézt Sigríður Gísladóttir
fyrrv. húsfr. í Árhrauni, Skeiðum. 31. okt. 1946 lézt
Sigurður Jónsson fiskimatsm., Akranesi, f. 2. febr.
’65. 21. febrúar 1945 lést Sigurður Sigurðsson frá
Brekkum, Holtum, f. 20. nóv. ’57. 20. okt. 1946 lézt
Sveinn Sveinsson frá Mosfelli, Skarðshr., Skagaf., há-
aldraður.]
Náttúra landsins. Að morgni hins 29. marz tók Hekla
að gjósa. Varð þá vart jarðhræringa allvíða um land.
Geysimikið öskufall var sums staðar fyrstu daga goss-
ins, og olli það stórtjóni, einkum í innanverðri Fljóts-
hlíð og undir Eyjafjöllum. Heklugosið hélt áfram allt
árið. Dró nokkuð úr því annað veifið, en á köflum
fór fjallið að gjósa næstum því eins ákaft og fyrstu
daga gossins. Mikil hraun runnu úr Heklu í ýmsar
áttir. íslenzkir náttúrufræðingar störfuðu mjög að
rannsókn gossins, og allmargir erlendir vísindamenn
komu hingað til lands til að athuga það. Steinþór Sig-
urðsson magister, sem mjög hafði starfað að rann-
sóknum á Heklugosinu og tekið kvikmynd af því,
fórst í Hekluhrauni 2. nóv. — Miklir jarðskjálftar
urðu í Hveragerði 19. maí og næstu daga. Myndaðist
(73)