Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Page 79
arháskóla doktorsritgerð um æxli í mænunni. 14. mai
var Sigurður Nordal kjörinn heiðursdoktor við há-
skólann i Leeds.
72 stúdentar útskrifuðust úr Menntaskólanum í
Rvík.Hæsta einkunn hlaut Þórdís Þorvaldsdóttir, 8.85.
Úr Menntaskólanum á Akureyri útskrifuðust 49 stúd-
entar. Hæsta einkunn hlaut Halldór Þormar, 7.40
(eftir Örsteds einkunnastiga). Úr Verzlunarskólanum
i Rvík útskrifuðust 10 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut
Björn Júlíusson, 7.30 (eftir Örsteds einkunnastiga).
Samgöngur. Bílum fjölgaði allmjög á árinu eins og
undanfarin ár. Flugsamgöngur efldust, bæði til út-
landa og innanlands. Flugfélagið „Loftleiðir“ keypti
skymasterflugvél, „Heklu“, sem var í förum til út-
landa. Unnið var að endurbótum á flugvöllum allviða
á landinu. Bandariska flugfélagið „American Over-
seas Airways" tók að mestu við starfrækslu Kefla-
víkurflugvallar í marz. íslendingar önnuðust sjálfir
radíóflugþjónustu og starfræktu í þeim tilgangi stöð
í Gufunesi. — Siglingar voru allmiklar til Ameríku,
Bretlands og meginlands Evrópu. Önnuðust þær
hæði íslenzk skip og erlend leiguskip. „Dronning
Alexandrine“ var i förum milli Rvíltur og Khafnar.
Strandferðir voru með líkum hætti og áður. Nýtt
strandferðaskip „Herðubreið“ kom til landsins í des-
ember.
Skipatjón og flugslys. 21 íslendingur drukknaði á
árinu (árið áður 43). 13 íslenzk skip fórust á árinu.
54 erlendum sjómönnum var bjargað við Island.
Frækilegasta björgunarafrekið var björgun áhafnar-
innar af brezka togaranum „Dhoon“, er fórst við
Látrabjarg í des. Tókst björgunarsveit úr Rauða-
sandshreppi að bjarga flestum skipverja í land, og
þurfti að síga niður í fjöru til þess. Síðan voru skip-
hrotsmenn fluttir upp bjargið við afar erfið skilyrði.
Vakti þetta afrek mikla athygli í Bretlandi og víðar
um lönd. — Flugslys urðu miklu meiri en nokkru
(77)