Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Page 95
Matthias Jochumsson. Indriði Einarsson.
Matthíasar og Indriða til að sýna, að vísirinn til
„akademískrar“ leikritunar var þróttmikill í Lærða
skólanum áratuginn á undan þjóðhátíðarárinu.
Matthias Jochumsson (1835—1920) var fulltíða
maður, þegar hann kom i skóla og kynntist Sigurði
málara og leiksviði hans. í vitund þjóðarinnar er
hann þjóðskáldið, minna fer þar fyrir leikritaskáld-
inu. Þetta er eðlilegt, Ijóð Matthíasar fyrnast ekki,
en leikrit hans eru þegar fyrnd, nema „Skugga-
Sveinn“, og óreynt hversu takast mun um sýningu
á öðru leikriti, „Jóni Arasyni“. Ekkert íslenzkt leik-
rit annað hefur náð öðrum eins vinsældum og
„Skugga-Sveinn“ og það í öllum gerðum leiksins,
því að Matthías var að endurbæta leikinn allt til
þess, er leikritið var prentað í annað sinn 1898.
„Útilegumennirnir“ voru sýndir i fyrsta skipti í
febrúar 1863 í Nýja klúbbnum, en 1866 eftir prent-
uðu útgáfunni 1864. Enn vék Matthías leiknum við
fyrir sýningu stúdenta í Glasgow-húsi 1873, og kom
þá fyrst fram síðara heiti leiksins, „Skugga-Sveinn".
Vart verður komið tölu á allar sýningar leiksins og
aldrei með fullri nákvæmni, þvi að ekki getur svo
(93)