Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Page 107
leikritun. Að þessu er hyggjandi, því að eitt af því,
sein einkennir hina akademísku leikritahöfunda, er
ieit þeirra að nýju formi, sem hæfi leiksviðinu hverju
sinni. Sumir hafa leitað langt yfir skammt eins og
Eggert Ó. Brím (1840—1893) og vestur-íslenzku höf-
undarnir Guttormur J. Guttormsson (1878—) og Jó-
hctnnes P. Pálsson (1881—). Guttormur er talinn hér
í flokki eins og ýmsir fleiri, þó að ekki hafi hann
gegnið menntaveginn. Óhugsandi var að sýna leik-
rit Eggerts á leiksviðinu í Reykjavík 1891. „Gizurr
Þorvaldsson“ verður varla sýndur nema á hverfi-
sviði, sem ræður yfir fullkomnustu kvikmynda- og
ljósatækjum, en leiksvið Guttorms og Jóhannesar er
af öðrum heimi, og algert einkamál þeirra, hvernig
þeir hugsa sér velflesta leika sína flutta á jafn jarð-
neskum stað og venjuiegu leiksviði. Langflestir hinna
akademísku höfunda, sem svo verða kallaðir, meðan
ekki fæst annað og betra nafn, færa sér i nyt leik-
húsþekkingu og styðjast að sumu leyti við listrænar
stefnur í tilraunum sínum. Þegar vel tekst, færa þeir
leiksviðinu úrlausnarefni, sem leikstjórum, ieikend-
um og öðru leiksviðsins fólki er metnaðarmál að leysa
(105)
Einar H. Kvaran.
Jóhann Sigurjónsson.