Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Qupperneq 108
á tilhlýðilegan hátt. Hinir beztu höfundar hafa auðg-
að leiksviðið með þvi að halda að því leikritum,
sem reyndu á þensluþolið, tækni, imyndunarafl.
Samanburður á fyrstu útgáfu skólapiltaleikritanna
og hinni endurskoðuðu útgáfu leikrita Matthíasar og
Indriða sýnir m. a., hvílikum stakkaskiptum leik-
sviðið í Reykjavík hefur tekið á tímabilinu 1862 til
1907.
Næst lndriða Einarssyni hefur Einar H. Kvaran
(1859—1938) haft mest áhrif á leiklistarmál í Reykja-
vík. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum 10 árum
síðar en Indriði, og að dæmi þeirra Matthíasar samdi
hann sjónleik, sem leikinn var í skólanum á jólum
1880. Sá hét „Brandmajórinn“ og er nú glataður.
nema tvö kvæði, sem Benedikt Gröndal hefur komizt
yfir og geymt. Kvæðin gefa ef til vill enga hugmynd
um leikinn, en óneitanlega stingur skólapilta-róm-
antík þeirra í stúf við næsta leikrit, sem kemur frarn
í skólanum. „Prófastsdóttirin", sjónleikur í 3 þátt-
um, eftir Stefún Stefánsson (1863—1921) og Valtý
Guðmundsson (1860—1928), er fyrsta Ieikrit raun-
sæisstefnunnar hér á landi, þeirrar stefnu, sem Einar
H. Kvaran þjónaði um langt skeið, en þess má geta,
að skólapiltarnir, Stefán og Valtýr, höfðu mötuneyti
við Gest Pálsson veturinn 1882, þegar þeir sömdu
leikinn.
Þegar Einar H. Kvaran samdi „Lénharð fógeta“
(1913), hafði hann starfað að leiksýningum a. m. k.
annað veifið í rúmlega 30 ár. Hann þekkti því öll
leiklistarskilyrði hér á landi til fullrar hlítar og
vissi, hvað hann mátti bjóða leiksviðinu. Leikritið
varð skjótt eitt hið vinsælasta og leikið nálega um
allt land. Annað leikrit Plinars frá þessum tíma er
„Syndir annarra“ (1915), að efni og allri framsetn-
ingu ólíkt „Lénharði“, en lýtalaust leikrit í anda
raunsæisstefnunnar. Á áttræðisaldri reit skáldið enn
tvö leikrit, „Hallstein og Dóru“ og „Jósafat“, hiS
(106)