Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Page 117
Davið Stefánsson. Stefán Björnsson.
Guðmundur Daníelsson (1910—) hafa allir samið eitt
eða fleiri leikrit, þar sem þeir leitast við að brjóta
upp á nýju formi. Flestum þeirra er annað form
skáldskapar tamara en leikritun. Hjá þeim situr enn
við tilraunina og þó mjög sitt með hverjum hætti.
„Straumrof" (1934) eftir Halldór Kiljan Laxness er
einna athyglisverðasta leikritið, að efni og meðferð
stíldrama í fyrirstríðsmóð. Einþáttungur birtist í
„Dynskógum“ 1945 eftir Gunnar Magnúss, yfirlætis-
laus hugvekja, sem ef til vill ætti erindi upp á leik-
svið, þó að saminn sé fyrir útvarp. „Að elska og lifa“
(1943) eftir Gunnar Benediktsson er áróðursleikrit
með flestum ókostum þeirrar tegundar en fáum kost-
um og býður ekki upp á neina nýung, hvorki að efni
né framsetningu. Leikrit Axels Thorsteinsonar eru
þung í vöfum og helzt til mærðarfull til flutnings
eins og þau liggja fyrir, en „Spor i sandi“ (1939) er
nýstárlegt að efni, og ekki fyrir að synja, að drama-
tískra tilþrifa gæti í því. „Gissur jarl“ (1937) eftir
Gísla Ásmundsson er áferðarbezt leikrita þessara og
ber höfundinum vitni um ótvíræða hæfileika til leik-
ritunar. ,,Miklabæjar-Sólveig“ eftir Böðvar frá Hnífs-
(115)