Hugur - 01.01.2006, Side 10
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 8-11
Þorsteinn Gylfason
(1942-2005)
Þorsteinn Gylfason var einn af frumkvöðlum heimspekinnar við Háskóla ís-
lands. Með nokkrum rétti má segja að hann hafi þar með verið einn af frum-
kvöðlum heimspekinnar á Islandi. Því þó að ýmsir íslendingar hafi fyrr lát-
ið frá sér fara gagnmerkar ritsmíðar undir merkjum heimspekinnar á okkar
tungu, festist heimspekin fyrst í sessi og verður eiginlegur og veglegur þátt-
ur í íslenskri menningu með tilkomu hennar sem sérstakrar námsgreinar við
Háskóla Islands upp úr 1970. Þorsteinn var í hópi fyrstu kennaranna þar.
Asamt Páli Skúlasyni og Mikael Karlssyni markaði hann brautina fyrstu ár-
in og hefiir lengi búið að þeirri gerð. Þorsteinn á drjúgan þátt í því að íslend-
ingar geta nú, rúmum þrjátíu árum síðar, státað af harðsnúnu liði heimspek-
inga sem gerir allt í senn: að standast erlendum starfsystkinum fyllilega
snúning, að vera ómissandi í vitlegri menningar- og þjóðfélagsumræðu og að
rækta faglega heimspeki á Islandi þannig að ekki verður séð fyrir endann á
því landbroti.
En hver var þessi maður, Þorsteinn Gylfason? Eg get auðvitað ekki lofað
neinu tæmandi svari við þessari spurningu - það þarf ekki einu sinni heim-
speking til að átta sig á að slík tæmandi svör eru almennt ekki til. En ég þekkti
Þorstein vel og lengi sem kennara, starfsbróður og vin, og tel mig vera nokk-
uð vel inni í því hvernig hann hugsaði um heimspeki og annað. Mannlýsingu
á honum, að ekki sé talað um „persónugreiningu", ætla ég alveg að sleppa að
öðru leyti en því sem hlýtur að skína í gegnum þá mynd af heimspekingnum
Þorsteini sem ég ætla að freista að draga upp. Þó verð ég að setja vissa fyrir-
vara hér líka: Það sem hér fylgir á eftir er ekki fræðilega unnið. Eins og stend-
ur hef ég ekki tiltækan nema hluta af birtum skrifum Þorsteins, ekki einu
sinni allar bækur hans; ég hef ekki gert neitt að ráði til að fá staðfest eða hrak-
ið það sem hér er sagt og ekki nennt að elta uppi ártöl. Þetta er heimspeking-
urinn Þorsteinn eins og hann kom mér fyrir sjónir eða, öllu heldur, eins og
hann kemur mér fyrir sjónir nú þegar hann er allur. Þetta er réttara á síðari
veginn, því þótt einhverjir þankar um þetta hafi flögrað um hugann lengi, hef
ég aldrei fyrr sett mér það verkefni að svara spurningunni.
Ég þekkti Þorstein auðvitað ekki þá, en öllum sem til þekktu ber saman um
að hann hafi þegar sem barn og unglingur þótt óvenjulegum gáfum gæddur.
Hann fæddist árið 1942 og naut uppvaxtar sem hlúði að þessum gáfiim á alla