Hugur - 01.01.2006, Page 17
Eigingildi í náttúrunni — heimspeki á villigötum?
15
ir komumst í kynni við plöntur og dýr sem fyrirfinnast í náttúrunni. Til eru
þeir sem telja okkur því aðeins geta lagt mat á náttúruna að við skírskotum
til tengsla okkar við hana, eða með öðrum orðum, að til að gildi séu til stað-
ar þurfi menn að koma til. Menn eru í gagnvirkum tengslum við náttúruna;
stundum umgangast þeir hana með nytsemd í huga, til dæmis með því að
sækjast eftir plöntum til matar, enda hafa þær næringargildi fyrir menn.
A hinn bóginn vill fólk líka stundum njóta þess að virða fyrir sér blóm eða
stór tré á borð við risafururnar sem við höfum í Bandaríkjunum. I slíkum til-
vikum er fólk að meta náttúruna út frá því sem hún er í sjálfri sér en ekki
t.a.m. út frá næringargildi hennar — en samt sem áður útheimtir þetta að
menn séu fyrir hendi. Vissulega má líta á máhn á þennan hátt og til eru
menn eins og Callicott sem tala um eigingildi í þessu sambandi. Þegar ég
mni hann eftir frekari skýringum viðurkennir hann að þarna sé um að ræða
það sem hann kallar „stýft“ eigingildi (e. truncated intrinsic valué). En hvers
vegna samþykki ég ekki þá hugmynd?
Eg get falhst á þessa útskýringu hvað snertir sumar tegundir gilda. Þegar
ég fer til að mynda út í skóg á haustin í vesturhluta Klettafjallanna, þar sem
ég bý, og aspirnar eru fahega gylltar á htinn og grenið dökkgrænt, þá nýt ég
litanna í náttúrunni. Eg viðurkenni að gildi af þessu tiltekna, fagurfræðilega
tagi eru háð tengslum og að þau eru ekki fyrir hendi þegar menn eru ekki til
staðar. I þessu afmarkaða tilviki viðurkenni ég því hugmyndina um stýfð eig-
ingildi.
En þessi hugmynd er engu að síður ófullkomin og veitir ekki fullnægjandi
skýringu á gildum í náttúrunni. Eg get ekki litið svo á að skýringar Cahicotts
segi ahan sannleikann vegna þess að þrátt fyrir að tré séu ekki faUeg á Utinn
þegar menn eiga ekki í gagnvirku sambandi við þau þá á ljóstiUífun sér stað
áður en við komum á staðinn og eftir að við hverfum á braut. Haustlitirnir -
gulur, brúnn og rauður - eru í raun það sem eftir er þegar blaðgrænan hefur
verið fjarlægð. Blaðgrænan sem er í laufblöðunum er nauðsynleg til að tréð
geti lifað. Þannig tel ég að tilvist hfandi vera eigi sér fleiri hliðar, hliðar sem
ganga út á að standa vörð um eigið líf, hvort sem menn eru til staðar eða
ekki.
Að þessu leyti held ég að fólk sem hallast að mannhverfum skýringum á
eigingildi ætti að læra meiri líffræði. Ég fæ ekki betur séð en að lífið á jörð-
^nni hafi verið til í milljarða ára áður en við komum til sögunnar og ennfrem-
ur að h'fið snúist einmitt um að vernda gæðin í lífinu. Að halda því fram að
ekkert hafi haft gildi áður en menn komu til sögunnar virðist mér vera heim-
spekilegur hroki af verstu gerð.
Kannski höfum við góðar ástæður fyrir því að meta náttúruna; til dæmis
þegar við njótum fegurðar hennar, þegar fallegt útsýni hrífiir okkur, eða þeg-
ar við njótum þess að fylgjast með fuglum o.s.frv. - en sem heimspekingur
sækist ég eftir bestu rökunum, þeim réttu; ég sækist eftir öhum mögulegum
rökum en ekki eingöngu þeim sem duga til að sannfæra löggjafarvaldið um