Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 26
24
Eigingi/di i náttúrunni - heimspeki á villigötum?
Hvað varðar heitið „lífhverfur“ þá hefði ég kosið að Paul Taylor hefði lát-
ið ógert að grípa það traustataki og eigna það þeirri tilteknu heimspeki sem
hann var að mæla fyrir, að vísu á harla lofsverðan hátt. Notkun hans á hug-
takinu varð til þess að menn fóru að hafa það um virðingu fýrir einstökum
lífverum. Að því leyti er heitið „lífhverfur“ of þröngt og of takmarkað fyrir
mig. Síðar skrifaði Taylor formála að þýðingu á verki sínu Virðingjyrir nátt-
úrunni (Respectfor nature) sem kínverskur nemandi minn vann að. Eftir að
hafa lesið þennan formála sýnist mér að Taylor sjái nú eftir því að hafa ekki
tekið til fleiri þátta og veitt tegundum og vistkerfum meiri athygli í stað þess
að einblína á einstakar h'fverur.
Ef við h'tum hinsvegar á málin í stærra samhengi og látum hinn lífhverfa
hugsunarhátt ná yfir tegundir og vistkerfi h'ka, er ég alveg reiðubúinn að fall-
ast á að þessi merkimiði eigi við um kenningar mínar. Við verðum að hafa í
huga að merkimiðar gagnast ekkert sérlega vel þegar víðtæk og stigskipt sið-
fræði er annars vegar. Ég held samt að hugtakið sem er yfirgripsmest og
notadrýgst í þessu tilliti sé gildi. Það er almennasta og öruggasta hugtakið
sem við höfum yfir að ráða, en eins og áður sagði hefði hugtakið um gæði ef
til vill einnig dugað. Ég kýs fremur heitið „gildi“ en „réttindi" eða „nytsemd"
þegar ég set röksemdir mínar fram. En ég tel að ólíkar hugmyndastefnur geti
bætt hver aðra upp og að þær eigi gera það. Stundum greinir okkur á. Ég
umber til að mynda tilteknar tegundir veiða eða grisjunar á villtum dýrum í
þeim tilgangi að vernda vistkerfið - en Peter Singer og Tom Regan væru á
hinn bóginn á móti slíku. En ágreiningur sem þessi getur orðið okkur að
efnivið - og að mestu leyti held ég að við bætum hver annan upp.
Ur því að ég er byrjaður að tala um dýraréttindi má nefna að Island er
býsna áhugavert og ögrandi dæmi vegna þess að hér er svo lítið um villt dýr.
Undan strönd landsins eru auðvitað hvahr sem ástæða er til að hafa áhyggj-
ur af, en á landi er aðeins um refínn að ræða. Að auki er hér mikið af fugl-
um, en engin stór, villt spendýr. Hreindýr voru flutt hingað og rottur og mýs
fylgdu manninum. Að þessu leyti svipar Islandi til Hawaii. Hawaii-eyjar eru
svo afskekktar og einangraðar að þar voru engin landdýr fyrr en Evrópu-
menn, og Pólýnesíumenn á undan þeim, fluttu þau með sér; fram að því voru
þar aðeins nokkrar leðurblökutegundir. Það vekur mig til umhugsunar að
koma á staði eins og þessa og sjá að þau fyrirbæri lífríkisins sem við Banda-
ríkjamenn dáumst svo mikið að og metum mikils — úlfar, birnir, sléttuúlfar,
öll þessi stóru og tignarlegu dýr — eru ekki til staðar. Þau fyrirfinnast ekki á
Hawaii og heldur ekki hér á Islandi.
Af þessu sprettur áhugavert og ögrandi álitamál. Vistkerfm hér eru tiltölu-
lega einföld (þó að „einföld" sé líklega ekki rétta orðið) - samsetning þeirra
getur verið flókin en dýr eru ekki hluti af þeim á sama hátt og í Bandaríkj-
unum. Þar er hægt að ganga um skóga og virða fyrir sér dádýr og elgi, jafn-
vel birni, vísunda og margar aðrar spendýrategundir sem er ekki að finna hér.
Áskorunin felst í því að koma auga á ríkidæmið í landslagi sem er án allra
þessara tígulegu dýra sem fólki þykja svo merkileg.