Hugur - 01.01.2006, Síða 27
Eigingildi í náttúrunni - heimspeki á villigötum?
25
Að lokum langaði mig að spyrjapig aðeins um tilgangsorsakir, um hinstu rök. Við
höfum takmarkað okkur við að ræða hugmyndirpínar eins og um veraldlega sið-
fræði væri að ræða, enda seturpúpær allajafna fram undirpeim formerkjum. Þú
ert engu að síður opinn jyrir trúarlegum gildum en vísarpó sjaldan til æðri krafts
eða skapara. Sumir túlkendur verkapinna hafa samtsem áðurhaldiðpvifram að
frumuppspretta peirra hlutlægu eigingilda í náttúrunni sem eru hornsteinn og
meginviðfang kenningapinna se'guð frekar en náttúran sjálf. Erpetta rétt túlk-
un?
Eins og ég sagði áðan þá fer ég ákveðna leið í röksemdafærslu minni. Ég
byrja á dýrum og færi mig svo yfir í plöntur og vistkerfi og að lokum yfir í
tegundir. Aheyrendur mínir eru iðulega miklir efasemdamenn, og þá þarf ég
að sannfæra. Þess vegna nota ég ákveðna aðferð til að „lokka“ áheyrendur inn
í þankagang minn. Þannig segi ég kannski: „Haldið þið ekki að dýr þreytist
og verði hungruð og finni til sársauka? - Það gerum við líka, og þess vegna
ættum við að hugsa um dýr á siðfræðilegum nótum.“ Ég ýti við þeim með
dæmum eins og þessu og held síðan áfram og beini sjónum að fyrirbærum
sem kunna að vera meira framandi eins og plöntur og vistkerfi.
Þetta er eins með trúarlegu hliðina. Oftast er ég að fást við efasemdamenn
og fyrir vikið hneigist ég fyrst og fremst til að tala um gildi sem ég tel að búi
í náttúrunni; ég vil sannfæra áheyrendur mína um að náttúran hafi gildi, eig-
ingildi. Því held ég mig mestmegnis innan marka h'ffræðinnar og vísa til alls-
konar gilda sem varða lífverur og aðlaganir og þróun þeirra. Ég lít svo á að
ef náttúran býr yfir eigingildum geti náttúruvísindin hjálpað okkur að upp-
götva þau. Oftast er ég að tala við áheyrendur sem eru ekki trúaðir og starf
mitt snýst um að fá þá til að fallast á að náttúran hafi gildi í sjálfri sér. Nái
ég því marki má segja að ég hafi sinnt mínu starfi sem siðfræðingur.
En bý ég yfir sannfæringu sem nær dýpra? Ef ég hugsa um þessi mál á enn
víðtækari hátt, á heimsfræðilegan mælikvarða, þá er svarið já. Stjarnfræðileg
fyrirbæri eins og myndun vetrarbrauta, stjarna og pláneta velta á lögmálum
smásærrar eðhsfræði. Gerði maður örhtla breytingu á styrk þeirra fjögurra
frumkrafta sem halda heiminum saman, eða efnismagni og rafhleðslu lífs-
nauðsynlegra öreinda, yrði afleiðingin sú að stjörnurnar brynnu of hratt eða
of hægt, eða þá að atóm og sameindir (þar á meðal vatn, kolefni og súrefni)
eða amínósýrur (byggingareiningar lífsins) gætu ekki myndast, hvað þá öðl-
ast nægilegan stöðugleika.
Leiðum hugann að h'finu á jörðu, leiðum í fyrsta lagi hugann að því að
hnöttur eins og hún skuli fyrirfinnast yfirleitt. I sólkerfi okkar eru margar
aðrar plánetur, og líklega eru fjölmargar aðrar plánetur í alheiminum - við
vitum það ekki enn en hvað sem því líður er jörðin æði sérstakur staður.
Góðar plánetur eru ekki á hverju strái. Hvað hefur átt sér stað á jörðinni? I
upphafi var ekkert, engar tegundir, en síðan hafa þróast þrír, fjórir eða fimm
milljarðar tegunda sem verða sífellt fjölbreytilegri og flóknari að gerð. Lík-
lega fyrirfmnast fimm eða tíu milljónir k'fverutegunda á plánetunni um þess-