Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 48
46
Jóhann Bjömsson
sem Sartre vill vera láta. Valdatogstreitan sem á sér stað manna á milli, fyrir
meðalgöngu augnaráðsins, er ekki dæmigerð fyrir mannleg samskipti þó að
slík samskipti eigi sér vissulega stað. Samskipti af þessum toga kallar Merl-
eau-Ponty ómannleg og talar um „ómennskt augnaráð" í því samhengi. Þetta
augnaráð á aðeins við ef hvert okkar um sig neitar að setja sig í spor annarra
og skilja þá hegðun sem á sér stað, og lætur eins og breytni okkar sé alveg
eins og hver önnur breytni dýrs.24
Afstaða þessi í samskiptum er vissulega til og raunar er hún ekki ýkja óal-
geng að mati Merleau-Pontys; til dæmis á hún sér stað þegar maður mætir
ókunnugum. Augnaráð hins getur auðveldlega vakið hjá mér skömm og van-
mátt. Það þýðir samt ekki að hér sé um grunngerð mannlegra samskipta að
ræða. Hinn er þegar til staðar í reynsluheimi mínum áður en til augnaráðs-
ins kemur og ætti hann ekki að koma mér jafn mikið á óvart og Sartre telur.
Þegar ég ligg á gægjum veit ég fullvel að möguleikinn á að hinn komi að mér
er ávallt til staðar. Ástæðan er sú að við tilheyrum sammannlegum heimi og
þó að ég hafi gleymt mér um stund þá hef ég ekki alveg gleymt því að hinn
kann að birtast hvar sem er og hvenær sem er.
Að horfa áýmsan hátt
Eins og fram hefur komið hjá Sartre leggur hann á það ríka áherslu að átök
og togstreita séu grunngerð mannlegra samskipta sem öll önnur samskipti
hljóti að byggjast á. Hinn beinir augnaráði sínu að mér, hreyfir við mér, tak-
markar frelsi mitt og möguleika og ég leitast við að gera slíkt hið sama gagn-
vart hinum. Vissulega á lýsing Sartre á mannlegum samskiptum við rök að
styðjast. Samskiptin sem hann lýsir eru ekki óalgeng, fólk beinir hatursfullu
augnaráði hvert að öðru, ræðst hvert að öðru með hótunum og skömmum,
fær aðra til þess að skammast sín og finna fyrir vanmætti sínum. Sartre nefn-
ir þar að auki ágæt dæmi sem styðja mál hans, en það vekur einmitt athygli
að í Veru og neind ræðir Sartre aldrei önnur dæmi um augnaráðið en þau sem
styrkja skoðun hans um að mannleg samskipti einkennist af togstreitu og
átökum. Hann nefnir dæmi um neyðarlegar aðstæður þar sem skömmin og
óttinn eru allsráðandi, þar sem einstaklingurinn sem hlut á að máli vill helst
hverfa á braut og losna undan ógn hins.
En hér er aðeins hálf sagan sögð. Þó að samskipti sem þessi séu allalgeng
er það rétt hjá Merleau-Ponty og öðrum gagnrýnendum Sartres25 að þetta
getur ekki talist tæmandi lýsing á mannlegum samskiptum og því síður er
þetta sá hluti þeirra sem kalla má grunngerð mannlegra samskipta. Sartre
lætur hjá líða að ræða aðstæður þar sem vonin og ánægjan er í fyrirrúmi.
24 Sbr. sama rit, s. 419; ensk útg., s. 361.
25 Sbr. Robert G. Olson, An introduction to Existentialism (Dover Publications 1962), Hazel E.
Barnes, Sartre (JB Lippincott Company 1973), M. De Tollenaere, „Intersubjectivity in Jean-
Paul Sartre", International Philosophical Quarterly, 5. árg., 2. tbl. (1965).