Hugur - 01.01.2006, Side 52
5°
Jón A. Kalmansson
reikna út afleiðingar breytni sinnar eða hvað væri líklegt að gerðist í fram-
haldinu. Það sem helgur maður tæki sér fyrir hendur gerði hann vafalaust
af kærleika, miskunnsemi og innri styrk - en aldrei af þeirri ástæðu ein-
göngu að hann teldi það hafa góðar afleiðingar í för með sér; að minnsta
kosti ekki ef „afleiðingar" merkja eitthvað sem hægt er að reikna út með
einföldu reikningsdæmi.
Einhverjum kann að virðast þessi umræða um dýrlinga undarleg. Að mín-
um dómi er tilkoma dýrlingsins engu að síður til þess fallin að kippa okkur,
ef svo má að orði komast, út úr dæminu og inn í raunveruleikann. Til eru
ótal slæmar leiðir til að hugsa um siðferði, leiðir sem bjaga skilning okkar á
siðferðilegum hugtökum fremur en að skerpa hann. Oft er eins og þeir sem
síst skyldi, þeir sem gagngert leggja stund á fræðilega hugsun um siðferði séu
í sérstakri hættu hvað þetta varðar; það vill bregðast að siðfræðileg umfjöll-
un bregði raunverulegri birtu á gott og illt, rétt og rangt, og önnur siðferðileg
hugtök. Ég segi þetta sem maður sem hefiir ósjaldan gruggað vatnið sjálfur
án þess að gera sér grein fyrir því, aðallega sem kennari. Ég hef notað dæmi
eins og það sem hér er til umræðu í þeim yfirlýsta tilgangi að fá nemendur
til að glöggva sig á því hvernig best sé að hugsa um rétt og rangt án þess að
sjá, og án þess að benda þeim á, hve afvegaleiðandi slík dæmi geta verið. Nú
virðist mér að dæmið sem ég hef verið að ræða dragi upp mynd af gerviheimi
sem við getum freistast til að ganga inn í. Við getum talið okkur trú um að
við séum að læra eitthvað af dæminu um siðferðilega breytni í raunveruleik-
anum, til dæmis hvernig raunveruleikinn getur stundum neytt okkur til að
taka erfiðar ákvarðanir, hvernig hann knýr okkur til að velja meiri hagsmuni
fram yfir minni og gera um leið það sem okkur er þvert um geð. I raun er
hins vegar líklegra að við séum að þyrla upp ryki í eigin hugsun. Það sést best
á viðbrögðum nemenda þegar ég spyr þá hvernig þeir gátu setið í kringum
borð og yfirvegað kalt og rólega hvort ekki væri rétt að drepa saklausa mann-
eskju; hvernig þeir gátu vafningalaust hugleitt þann möguleika. Mörgum
nemendum verður um við þessa spurningu því þeir gera sér ljóst að það sem
þeir voru að fást við er á sinn hátt býsna kaldrifjað. Þarna höfðu þeir setið í
ágætu andlegu jafnvægi-og stundum með bros á vör- ogrætt um kosti þess
og löstu að drepa saklausan mann. Þeir höfðu án mikiilar fyrirstöðu gengið
inn í heim þar sem vélað var með líf fólks. Þegar nemendur gera sér þetta
ljóst virðist mér þýðing dæmisins gjörbreytast í huga þeirra. I upphafi var
óhugnaður dæmisins — sem þeir brugðust við með undrun, andúð og hlátri
- fólginn í þeim aðstæðum sem þar er lýst. Nú stendur óhugnaðurinn þeim
nær - hann beinist að þeim sjálfiim.
Hvers vegna bregðast margir nemendur við dæminu eins og raun ber vitni?
Ég sagði að dæmið dragi upp mynd af gerviheimi sem við getum freistast til
að ganga inn í. Ég segi líka stundum við nemendur að með dæminu hafi ég
lagt fyrir þá eins konar gildru. Með þessu er ég meðal annars að segja að öf-
ugt við góð bókmenntaverk eða kvikmyndir, til dæmis, sem stundum geta
vakið hugsun okkur um hvað „gott“ og „illt“ merkir í mannlegu lífi, þá kem-