Hugur - 01.01.2006, Side 56
54
Jón A. Kalmansson
stjórnmálaleg markmið þá eiga þær við um annars konar markmið einnig.
William James biður lesendur sína á einum stað að ímynda sér að allar fé-
lagslegar útópíur þeirra yrðu að veruleika og tryggðu varanlega hamingju
fjöldans með því eina skilyrði að ein vesæl sál ætti að lifa í einsemd og kvöl.
Hann segir að jafnvel þótt hjá okkur kviknaði brennandi þrá eftir að tryggja
okkur slíka hamingju þá risi jafnframt upp í okkur sterk tilfinning sem færði
okkur heim sanninn um hve viðbjóðsleg sú hamingja væri sem fengist með
þessari aðferð.5 Skyldleikinn með hugsun Sókratesar leynir sér ekki hér; sið-
ferði er ekki aðeins í þjónustu markmiða okkar heldur felur það h'ka í sér
dóma um það hvort markmiðin og leiðirnar að þeim eru eftirsóknarverðar
eða ekki.6
Þegar keppikefli okkar verður að hámarka einhver tiltekin gæði í samfé-
laginu, hvort sem það er hamingja (í hversdagslegum skilningi) og vellíðan,
öryggi, frelsi eða jafnvel lífið sjálft, þá er hætta á vissri tegund af dómgreind-
arskorti. Læknir sem leggur allt í sölurnar í erfiðri og kvalafullri læknismeð-
ferð til að framlengja til hins ýtrasta líf dauðvona sjúklings gerðist til dæmis
sekur um sh'kan dómgreindarskort. Okkur kann stundum að virðast lífið vera
svo mikilvægt að öllu sé fórnandi fyrir það. Sókrates var ekki þeirrar skoðun-
ar. Þó virtist hann hafa skilyrðislausa ást á lífinu, sem birtist til dæmis í við-
horfi hans til sjálfsmorða og í óslökkvandi þrá hans eftir þekkingu á því sem
hefur gildi í mannlegu hfi. Sá maður er vandfundinn sem brugðist hefiir við
áskorun lífsins af jafn mikilli alvöru og Sókrates. Samt taldi hann að fyrir
réttlátan mann væri margt verra en að deyja - sérstaklega það að fremja
ranglátan verknað. Vel mætti ímynda sér að Sókrates hefði getað gefið vin-
um sínum ráð á borð við þetta: Finnið mikilsverð markmið í lífinu og legg-
ið ykkur fram um að vinna þeim brautargengi. En leggið ekki svo mikla ást
á þau að þið fórnið sæmd ykkar fyrir þau. Látið álit ykkar á þeim ekki reka
ykkur til að hafa rangt við. Leggið allt kapp á, hversu mjög sem hinn mik-
ilsverði málstaður kann að krefjast annars, að vera heiðvirðar manneskjur. Og
þá munið þið öðlast æðsta hnoss h'fsins — hamingjuna - ef eitthvað sem í
ykkar valdi stendur getur á annað borð veitt ykkur það.
Ef til vill skilur einhver þá afstöðu sem ég er að lýsa á þann veg að í henni
sé fólgin algjör höfnun á valdbeitingu. Svo þarf þó ekki að vera. Ef óvinir
ráðast á þjóð þína þá er þér rétt og skylt að bregðast henni til varnar - það
gerði Sókrates að minnsta kosti. Ef misindismenn ráðast á sjálfan þig eða
fjölskyldu þína þá er það sömuleiðis réttur þinn að verjast. Nánast allt sið-
ferði gerir ráð fyrir rétti manns til að verja mikilvægustu verðmæti lífsins, þar
á meðal það sem er forsenda allra annarra verðmæta; h'fið sjálft. Lífið er hins
vegar þess virði að verja það umfram allt vegna þess hvernig hægt er að lifa
því; í anda gæða á borð við réttlæti, ást, sannleika og fegurð. Þess vegna eru
5 William James, „The Moral Philosopher and the Moral Life“ í William James: Writings 1878-
1899 (The Library of America: New York 1992), s. 598.
6 Þessi afstaða til siðferðis kemur vel fram í bók Raimonds Gaita, A Common Humanity (Rout-
ledge: London og New York 2002).